Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 07:30

Björn efstur í hálfleik í Ástralíu

Daninn Thomas Björn leiðir einn þegar ISPS Handa heimsmótið í Melbourne, Ástralíu er hálfnað.

Hann er samtals búinn að spila á 8 undir pari 134 höggum (66 68).

Í 2. sæti er Kevin Streelman, sem deildi fyrsta sætinu með Björn í gær, en nú er Streelman 1 höggi á eftir á samtals 7 undir pari, 135 höggum (66 69).

Þriðja sætinu deila síðan þeir Ricardo Santos frá Portúgal og Ástralinn Jason Day, sem missti fjölda ættingja í fellibyl á Filippseyjum. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 4 undir pari, 138 höggum, hvor.

Til þess að sjá heildarstöðuna á ISPS Handa heimsmótinu í Melbourne SMELLIÐ HÉR: