Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 08:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Estanislao Goya (4/27)

Argentínski kylfingurinn Estanislao Goya er einn af 6 kylfingum, sem rétt náðu að krækja sér í kortið sitt á Evrópumótaröðina 2014, eftir að hafa landað 22.-27. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar í Girona á Spáni, sem fram fór 10.-15. nóvember s.l.

Goya lék á 9 undir pari, 419 höggum (66 70 67 73 72 71).

Estanislao eða Tano eins og hann er alltaf kallaður fæddist 1. júní 1988 í Cordóba í Argentínu og er því 25 ára.

Carly og Tano

Carly og Tano

Hann á þekkta kærustu, dóttur fyrrum rótara Bítlanna, Carly Booth, sem spilar á LET.

Í Q-school að þessu sinni gekk ekki eins vel og í fyrra en þá varð Tano meðal 4 efstu. En hann er engu að síður að spila á Evrópumótaröðinni 2014!

Sjá má kynningu sem Golf 1 skrifaði um Tano Goya eftir að hann komst í gegnum Q-school 2012 með því að SMELLA HÉR: 

Tango með Tano?

Tango með Tano?