Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 20:00

Charl Schwartzel og Marco Crespi leiða eftir 2. dag SA Open

Það eru heimamaðurinn og Masters sigurvegarinn Charl Schwartzel  og Ítalinn Marco Crespi sem leiða eftir 2. dag SA Open.

Báðir eru búnir að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum; Schwartzel (67 65) og Crespi (65 67).

Í 3. sæti er Morten Örum Madsen á 11 undir pari, 133 höggum og í 4. sæti er heimamaðurinn Christian Basson á 10 undir pari, 134 höggum.

Í 5. sætinu er síðan Englendingurinn James Morrison og heimamaðurinn Jbe Kruger á samtals 9 undir pari hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á SA Open SMELLIÐ HÉR: