Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 06:30

Málþing GSÍ: „Golf sem lífstíll“

Í dag hefst málþingið „Golf sem lífstíll“ á vegum GSÍ, kl. 17:00 í Íþrótta og sýningarhöllinni í Laugardal.

Aðgangur er opinn og öllum opinn.

Aðalfyrirlesari er hr. Pierre Bechmann, formaður R&A 2013  Brynjólfur Mogensen læknir, Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Eggert Eggertsson lyfjafræðingur og Haukur Örn Birgisson, varaforseti GSÍ.

· Kl.17:00 Ávarp forseta GSÍ, Jón Ásgeir Eyjólfsson.
· Kl.17:10 Lífstíll í 260 ár. Mr. Pierre Bechmann, formaður R&A 2013.
· Kl.17:50 Fyrirspurnir til Mr. Pierre Bechmann.
· Kl.18:15 Forvarnargildi golfíþróttarinnar, Brynjólfur Mogensen.
· Kl.18:30 Golfvöll í hvert sveitarfélag, Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ.
· Kl.18:45 Golf í heilsueflandi samfélagi. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
· Kl.19:00 Í sátt við samfélagið, Eggert Eggertsson, lyfjafræðingur.
· Kl.19:15 Samantekt málþingsins, Haukur Örn Birgisson varaforseti GSÍ.
· Kl.19:30 Áætluð þinglok.