Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2021 | 18:00

Still Ericu Herman – kærustu Tiger Woods

Erica Herman hefir verið kærasta Tiger Woods, frá árinu 2017. Mörgum þótti það samband lítt spennandi, margar sögur voru um það að Erica væri ekkert annað en gullgrafari og eins þótti hún ekki eins glæsileg og margar fyrri konur í lífi Tigers. Þau kynntust þegar hún var rekstrarstjóri í einum veitingastaða hans og gekk hún á eftir honum með grasið í skónum. Still Ericu hvað klæðaburð snertir hefir verið nokkuð í fréttum – en hún þykir bara hafa gert góða hluti þar eftir að hún fór að vera með Tiger. Henni finnst þægilegt að vera í gallabuxum og stórum bolum og þannig sést hún oftast – en klæðir sig, eins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Alda Jóhannsdóttir – 17. desember 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Hafdís Alda Jóhannsdóttir. Hafdís Alda er fædd 17. desember 1997 og á því 24 ára afmæli í dag! Hafdís Alda er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hafdís Alda er klúbbmeistari Golfklúbbs Hellu 2011, 2012 og 2013 í kvennaflokki og eins klúbbmeistari Keilis 2017. (Sjá má eldra viðtal Golf1 við Hafdísi Öldu með því að SMELLA HÉR: ) Um skeið lék Hafdís Alda  í bandaríska háskólagolfinu með liði IUPUI. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hafdísi til hamingju hér að neðan Hafdís Alda (24 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rocco Mediate, 17. desember Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Kristinsson—— 16. desember 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurður Kristinssson. Sigurður Kristinsson er fæddur 16. desember 1951 og á því 70 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Sigurðar til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan. Sigurður Kristinsson – Innilega til hamingju með 70 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steven Spray, 16. desember 1940 (81 árs); Ágústa Rósa Laxdal Þórisdóttir, 16. desember 1947 (74 ára); Sigurður Kristinsson (70 ára) Brian Clark, 16. desember 1963 (59 ára); Cathy Johnston-Forbes, 16. desember 1963 (58 ára); Brent Franklin, 16. desember 1965 (56 ára); Page Dunlap, 16. desember 1965 (56 ára); Paul McGinley, 16. desember 1966 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jeev Milkha Singh og Vignir Þór Birgisson – 15. desember 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru Jeev Milkha Singh og Vignir Þór Birgisson. Vignir Þór er fæddur 15. desember 1981 og því 40 ára stórafmæli í dag. Jeev Milkha Singh er fæddur 15. desember 1971 og á því 50 ára stórafmæli. Hann er einn fremsti indverski kylfingurinn – Á í beltinu 4 sigra á Evróputúrnum, 4 á japanska PGA og 6 sigra á Asíutúrnum. Golf 1 óskar þeim báðum innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Don Johnsn, 15. desember 1949 (72 ára); Jeev Milkha Singh, 15. desember 1971 (49 ára); Vignir Þór Birgisson 15. desember 1981 (39 ára); Jane Park, 15. desember 1986 (35 ára); Nontaya Srisawang, frá Thaílandi 15. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2021 | 09:00

Sjaldan fellur eplið …. – Charlie líkur Tiger

Sjá má PGA Tour myndskeið, þar sem Charlie sonur Tiger Woods, sýnir sömu taka og pabbinn á golfvellinum, með því að SMELLA HÉR:  Gaman að fylgjast með viðbrögðum Tiger! Charlie er sonur Tiger og hinnar sænsku Elínar Nordegren; fæddur 2009 og því 12 ára. 77 milljónir hafa séð myndskeiðið. Þeir feðgar munu spila saman í PNC feðga-móti PGA Tour.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Grétar Daníelsson – 14. desember 2021

Það er Guðjón Grétar Daníelsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðjón Grétar fæddist í Kópavoginum 14. desember 1964 og á því 57 ára afmæli í dag. Hann er bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbnum Úthlíð þar sem hann varð m.a. klúbbmeistari árið 2012. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Guðjóns Grétars til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Guðjón G. Daníelsson (57 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Unnur Jónsdóttir, 14. desember 1940 (81 árs); Jane Crafter, 14. desember 1955 (66 ára); Guðjón Grétar Daníelsson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Rickie Fowler og Finnbogi Steingrímsson – 13. desember 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir annars vegar Finnbogi Steingrímsson og hins vegar Rickie Fowler. Finnbogi er fæddur 13. desember 2001 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í GM, sonur hjónanna Steingríms Walterssonar og Elínar Rós Finnbogadóttur. Komast má hér að neðan á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið!!! Finnbogi Steingrímssson Finnbogi Steingrímsson 120 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Sæti strákurinn í litríku golffötunum Rickie Fowler er fæddur 13. desember 1988 í Murrieta, Kaliforníu og á því 33 ára afmælií dag. Fowler spilar á bandaríska PGA og vann einmitt sinn fyrsta sigur á mótaröðinni, 6. maí 2012, þegar hann sigraði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2021 | 10:00

PGA: Kokrak og Na sigruðu á QBE Shootout

Það voru þeir Jason Kokrak og Kevin Na sem stóðu uppi sem sigurvegarar á hinu árlega QBE Shootout móti, á PGA Tour. Mótið fór fram í Naples, Flórída, dagana 10.-12. desember 2021. Sigurskorið var samtals 33 undir pari. Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir urðu Billy Horschel og Sam Burns. Sjá má lokastöðuna á QBE Shootout með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Philip Parkin og Manon de Roey – 12. desember 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Philip Parkin og Manon de Roey. Philip Parkin er fæddur 12. desember 1961 í Wales og fagnar því 60 ára afmæli í dag. Parkin var Sir Henry Cotton nýliði ársins á Evróputúrnum 1984. Eini sigur hans sem atvinnumanns kom 1986 á Welch Professional Championship. Parkin spilaði á Evróputúrnum og er besti árangur hans á risamóti T-21 árangur á Opna breska árið 1986.  Hann var í liði Wales í 47 skipti í alþjóðlegum viðureignum, þ.á.m. í heimsbikurunum (World Cup) 1984 og 1986, en þá varð lið Wales í 5. og 6. sæti og í 5 Alfred Dunhill Cup keppnum. Manon de Roey er fædd 12. desember 1991 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (50/2021)

Tveir kylfingar koma á par-3 ,sem liggur yfir á eina. Það er hellirigning. Þegar þeir líta upp ánna sjá þeir tvo laxveiðimenn sleppa veiðistöngunum sínum í vatnið. Annar kylfingur segir við hinn: „Sjáðu þessa tvo hálfvita. Þeir eru að veiða í grenjandi rigningu.“