Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Philip Parkin og Manon de Roey – 12. desember 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Philip Parkin og Manon de Roey.

Philip Parkin er fæddur 12. desember 1961 í Wales og fagnar því 60 ára afmæli í dag. Parkin var Sir Henry Cotton nýliði ársins á Evróputúrnum 1984. Eini sigur hans sem atvinnumanns kom 1986 á Welch Professional Championship. Parkin spilaði á Evróputúrnum og er besti árangur hans á risamóti T-21 árangur á Opna breska árið 1986.  Hann var í liði Wales í 47 skipti í alþjóðlegum viðureignum, þ.á.m. í heimsbikurunum (World Cup) 1984 og 1986, en þá varð lið Wales í 5. og 6. sæti og í 5 Alfred Dunhill Cup keppnum.

Manon de Roey er fædd 12. desember 1991 í Belgíu.  Hún lék á Evrópumótaröð kvenna (LET) og má sjá eldri kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Shirley Englehorn, 12. desember 1940 (80 ára MERKISAFMÆLI!!!); Philip Parkin, 12. desember 1961 (60 ára MERKISAFMÆLI); Deane Pappas, 12. desember 1967 (54 ára); Ryuichi Oda, 12. desember 1976 (45 ára);Joanne Clingan, 12. desember 1978 (43 ára); Danah Bordner, 12. desember 1980 (41 árs); Manon de Roey(belgísk – spilar á LET), 12. desember 1991 (30 ára STÓRAFMÆLI); Benedikt Sveinsson, 12. desember 1994 (27 ára) …. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is