Afmæliskylfingar dagsins: Magnús Gautur og Ólafur Már – 11. desember 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru þeir Magnús Gautur Kristjánsson og Ólafur Már Sigurðsson. Ólafur Már er fæddur 11. desember 1978 og á því 43 ára afmæli í dag. Hann varð m.a. klúbbmeistari Golfklúbbs Reykjavíkur 2013. Komast má á facebook síðu Ólafs Más hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Ólafur Már Sigurðsson, GR. Mynd: Golf 1 Ólafur Már Sigurðsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Magnús Gautur er fæddur 11. desember 1968 og á því 53 ára afmæli. Hann er í Golfklúbbi Ísafjarðar. Komast má á facebook síðu Magnúsar Gauts hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Magnús Gautur Gíslason. Mynd: Golf1 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Thelma Þorbergs – 10. desember 2021
Thelma Þorbergs er fædd 10. desember 1981 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Thelma Þorbergs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Don Bies, f. 10. desember 1937 (84 ára); Sæmundur Pálsson, 10. desember 1947 (74 ára); Guðrún Garðars, GR; 10. desember 1954 (67 ára); Snorri Bergþórsson , 10. desember 1972 (49 ára); Thelma Þorbergsdóttir 10. desember 1981 (40 ára); Wes Roach, 10. desember 1988 (33 ára); Lárus Garðar Long, GV, 10. desember 1999 (22 ára); Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, 10. desember 2002 (19 Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Kinga Korpak og Bergur Konráðsson – 9. desember 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Bergur Konráðsson og Kinga Korpak. Bergur er fæddur 9. desember 1966 og á því 55 ára afmæli í dag. Hann er m.a. landsþekktur kírópraktor og margir kylfingar sem kannast við hann. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Bergur Konráðsson– Innilega til hamingju með 55 ára afmælið!!! ____________ Kinga er fædd 9. desember 2003 og á því 18 ára afmæli í dag. Hún er þrátt fyrir ungan aldur einn af afrekskylfingum GS og hefir spilað og staðið sig framúrskarandi vel á Íslandsbankamótaröðinni s.l. ár. Þannig var Kinga oft á sigurpalli þó hún hafi, eins og Lesa meira
GA: Ólafur Gylfason nýr golfkennari hjá GA
Golfklúbbur Akureyrar hefur gengið frá ráðningu á nýjum golfkennara við Ólaf Auðunn Gylfason Ólafur, eða Óli Gylfa, hefur lengi verið meðlimur í GA og keppt fyrir hönd GA í sveitakeppni og var til að mynda í Íslandsmeistarasveit GA 50 ára og eldri árið 2020. Þá var Ólafur Akureyrarmeistari í golfi árið 2011, en á þeim tíma var hann einmitt golfkennari hjá GA. Ólafur fór í golfkennaranámið árið 2007 og kenndi á Grenivík og Sauðárkróki áður en hann tók við hjá GA árið 2010 og kenndi hjá GA í þrjú ár. GA bindur miklar vonir við ráðningu Ólafs og hlakkar mikið til samstarfsins, en Ólafur mun hefja störf hjá GA þann Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Örn Bjarkason – 8. desember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Örn Bjarkason. Jóhann Örn er fæddur 8. desember 1981 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hann er frá Sauðárkróki og kvæntur Ragnhildi Einarsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jóhanni Erni til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Jóhann Örn Bjarkason – Innilega til hamingju með 40 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Laurie Auchterlonie, f. 8. desember 1868 – d. 20. janúar 1948; Útúrdúr Bókabúð 8. desember 1907 (113 ára); Edward Harvie Ward Jr., (f. 8. desember 1925 – d.4. september 2004 – Einn af söguhetjum „The Match“); Ragnar Guðmundsson, GV, 8. desember 1940 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Billy Horschel – 7. desember 2021
Það er Billy Horschel, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist 7. desember 1986 og á því 35 ára afmæli í dag. Billy er kvæntur Brittany, sem hefir átt við áfengisvanda að stríða, sem sett hefir sitt mark á golfferil Billy. Þau eiga saman 3 börn: Axel Brooks Horschel, Skylar Lillian Horschel og Colbie Rae Horschel Fjölskyldan býr í Grant-Valkaria, Flórida, í Bandaríkjunum. Horschel hefir sigrað 6 sinnum á PGA Tour og tvívegis á Evróputúrnum, þ.á.m.hefir Horschel sigrað á Fedex Cup (2014). Besti árangur hans í risamóti er T-4 árangur á Opna bandaríska 2013. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daniel David Sikes, Jr., f. 7. desember 1929 – d. 20. Lesa meira
PGA: Hovland sigraði á Hero World Challenge
Það var Norðmaðurinn Victor Hovland sem sigraði á Hero World Challenge mótinu, þar sem sjálfur Tiger Woods er gestgjafi. Sigurskor Hovland var 18 undir pari, 270 högg (68 69 67 66). í 2. sæti varð Scottie Scheffler á samtals 17 undir pari. Victor Hovland er fæddur 18. september 1997 og er því 24 ára. Hann hefir þrátt fyrir ungan aldur sigrað þrívegis á PGA Tour – en þessi sigur telur ekki sem einn slíkur, Hovland bara að bæta á sig rósum. Síðan hefir Hovland sigraði einu sinni á Evróputúrnum. Sjá má lokastöðuna á Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR:
Afmælisbarn dagsins: St. Nikulás og Pétur Blöndal – 6. desember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Blöndal. Hann er fæddur 6. desember 1971 og á því 50 ára stórafmæli. Hann er í NK. Komast má á facebook síðu Péturs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Pétur Blöndal – 50 ára – Innilega til hamingju!!! Í dag er haldið upp á St. Nikulásar-daginn víðs vegar í ríkjum kaþólskra, en St. Nikulás frá Myra er dýrlingur hjá kaþólskum. Dagurinn í dag er dánardægur St. Nikulás en hann dó árið 323, og gjöfuls anda hans minnst. Margar sögur eru til um kraftaverk St. Nikulás. Ein sagan gengur út á að hann hafi safnað saman öllum verðmætum í strandbæ einum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Elsa Jónsdóttir – 5. desember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Elsa Jónsdóttir. Stefanía Elsa er fædd 5. desember 1996 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hún er afrekskylfingur Golfklúbbs Akureyrar. Árið 2012 hlaut Stefanía Elsa m.a. heiðursnafnbótina fyrirmyndarkylfingur GA. Hún varð t.a.m. í 10. sæti á stigalista GSÍ í stúlknaflokki 2013. Árið 2014 sigraði Stefanía Elsa eftirminnilega í Kvennamóti Vita og Forever og er aðeins fátt eitt talið hér á glæstum ferli Stefaníu Elsu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Stefania Elsa Jónsdóttir, 25 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Helen Dettweiler, Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (49/2021)
„Heyrðu mig,“ segir lögreglumaðurinn við kylfinginn. „Boltinn þinn flaug út á götuna og mölvaði rúðu slökkviliðsbíls í útkalli, sem skall á tré í kjölfarið.“ „Húsið sem átti að slökkva brann til grunna. Hefir þú eitthvað að segja um þetta?“ Kylfingurinn: „Já. Hvar er golfboltinn minn?„










