Martin Kaymer eftir einn sigurinn í Abu Dhabi
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 11:15

Kaymer með pláss fyrir nýjan „fálka“ í verðlaunabikarsskápnum

Martin Kaymer, þrefaldur sigurvegari á Abu Dhabi HSBC Golf Championship, sem hefst í næsta mánuði hefir staðfest þáttöku sína í mótinu, sem fram fer í næsta mánuði.

Hann hefir að sögn pláss fyrir nýjan „fálka“ (verðlaunagrip mótsins) í verðlaunabikarsskáp sínum.

„Það er ekkert leyndarmál að ég er mikill aðdáandi National golfvallar Abu Dhabi golfklúbbsins, sem er næstum eins og annað heimili fyrir mig,“ sagði hinn 28 ára Kaymer, sem unnið hefir í mótinu oftast allra eða 3 sinnum í 8 ára sögu mótsins; þ.e. 2008, 2010 og 2011.

„Ég hef upplifað einhverja bestu og eftirminnilegustu sigra mína á ferli mínum þar. Mér finnst andrúmsloftið þar sérlega afslappandi og þetta kemur bara náttúrlega fyrir mig þar.“

„Það var heiður að fá sérstakan fálka eftir 3. sigur minn.“ (Sá er 5,3 kg. úr silfri og er metinn á 25.000 pund (u.þ.b. 5 milljónir íslenskra króna) unninn af breska, virta silfursmiðnum Edward Asprey.) „Hann er í skápnum mínum í Düsseldorf, en það er alltaf pláss fyrir fleiri,“ sagði Kaymer brosandi!