Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Þóra Jónsdóttir – 4. desember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2012 – Valdís Þóra Jónsdóttir.  Hún er fædd 4. desember 1989 og er því 24 ára í dag.  Valdís tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik á Hellu með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 yfir pari, 293 höggum  (71 75 72 75) í lok júlí 2012.  Golf 1 tók viðtal við Valdísi Þóru fyrir lokadag mótsins sem rifja má upp með því að SMELLA HÉR: 

Valdís Þóra slær upphafshögg sitt á Íslandsmótinu í höggleik 2012. Mynd: Golf 1

Valdís Þóra er klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis í ár og mörg undanfarandi ár.

Valdís Þóra er í afrekshóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni, landsliðsþjálfara. Hún spilaði golf með golfliði Texas State í bandaríska háskólagolfinu, en þaðan útskrifaðist hún á s.l. ári.

Valdís Þóra þátt í HM kvennalandsliða áhugamanna í Tyrklandi í september 2012.

Á morgun, 5. desember 2013,  hefur Valdís Þóra leik á Lalla Aicha Q-school LET (Ladies European Tour) sem fram fer í Marokkó og er Tinna Jóhannsdóttir, GK, sem þátt tók á s.l. ári Valdísi Þóru til halds og trausts.

Sjá má eldra viðtal, sem Golf1 tók við Valdísi Þóru  SMELLIÐ HÉR: 

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan:

Valdís Þóra Jónsdóttir (24 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pam Higgins, 4. desember 1945 (68 ára); Mary Bea Porter-King, 4. desember 1949 (64 ára); Costantino Rocca, 4. desember 1956 (57 ára); Wesley Earl Short, Jr., 4. desember 1963 (50 ára stórafmæli!!!) ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is