Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 09:30

Golfhögg ársins – Myndskeið

Einkenni góðra kylfinga er að geta leikið golfhögg í jafnvel verstu legum.

Meðfylgjandi er myndskeið af golfhöggi ársins, a.m.k. einum kandídat í slíka tilnefningu, en það er til efs að flottari högg finnist á þessu ári.

Umrætt högg var tekið í Farmwoods British Par-3 Championship, sem fram fór í Nailcote Hall í Englandi.

Það er fyrrum Ryder Cup leikmaður á árunum 1969-1979, Brian Barnes,  sem lýsir högginu og segir að jafnvel Jack Nicklaus hefði ekki getað gert betur!

Sjá má golfhöggið góða með því að SMELLA HÉR: