Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 10:30

Golfvellir í Sviss (3/102): La Côte

Icelandair býður nú upp á beint flug til Genfar í Sviss og nú opnast frábært tækifæri fyrir íslenska kylfinga að spila einhvern hinna frábæru 102 golfvalla í Sviss.

Í gær  kynnti Golf 1 til sögunnar Villars golfvöllinn, sem er í aðeins 1 1/2 ökutíma fjarlægð frá Genf.  Í dag verður kynntur annar frábær golfvöllur nálægt Villars.   Þetta er völlur La Côte golfklúbbsins þ.e. í Bougy golfstaðnum (Golf Parc Signal de Bougy).  Athugið að þetta er alvöru golfvöllur fyrir öll golfstig en ekki bara þá sem ná bogey, eins og mér var sagt í gríni 🙂

Frábært útsýni er frá golfvelli La Côte golfklúbbsins

Frábært útsýni er frá golfvelli La Côte golfklúbbsins

Þetta er ótrúlegur golfstaður, en Golf Park Signal Bougy er fyrsti opinberi golfstaðurinn í rómanska hluta Sviss. Líkt og Villars er hann með frábært útsýni yfir Mont Blanc, hæsta fjallið í Evrópu, Jura fjöllin og Genfarvatn.

Völlurinn er 18 holu par-70 og er í fallegu, hæðóttu landslagi og verður að segjast að það reynir á allar kylfur í pokanum. Hann er u.þ.b. 5000 metra langur og í 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Árið 1999 var völlurinn aðeins 9 holu en hann var stækkaður 2004 í 18 holu völl.

La Côte er opinn frá 8. mars og fram til 22. nóvember 2014. Þar sem golftímabilið er svo stutt utandyra, líkt og á Íslandi, er frábær inniaðstaða í La Côte, þ.e. á Golf du Signal de Bougy golfstaðnum.  Á æfingasvæðinu eru 80 básar þar af 23 innandyra; eins eru 2 púttflatir innandyra og 2 æfingaflatir þar sem æfa má vipp. Sérstök herbergi eru með vídeóupptökuvélum, þar sem leggjast má yfir sveifluna með golfkennurum.

Sé flogið með Icelandair til Genfar í vikuferð og byrjað á því að keyra til Villars mætti byrja á því að spila Villars völlinn (sem kynntur var í gær) og síðan er La Côte góður kandídat í völl nr. 2 á bakaleiðinni til Genf.  Aðalmunurinn felst í hæðarmuninum á völlunum en Villars er í 1660 metra hæð meðan La Côte er í 700 metra hæð.  Þetta eru hvorutveggja golfvellir með draumaútsýni.

Upplýsingar: 

Heimilisfang: Golfclub La Côte / Golf Parc Signal de Bougy – Signal de Bougy – 1172 Bougy Villars

Sími: 058 5683200

Fax: 058 5683200

Tölvupósfang: golfbougy@gmvd.migros.ch

Heimasíða: SMELLIÐ HÉR: