Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2013 | 10:30

Golfvellir í Sviss (5/102): Vuissens

Icelandair býður nú upp á beint flug til Genfar í Sviss og nú opnast frábært tækifæri fyrir íslenska kylfinga að spila einhvern hinna frábæru 102 golfvalla í Sviss. Þess ber að geta að sé beint strik dregið í gegnum Sviss frá norðri til suðurs mælist landið einungis  220,1 km og frá austri til vesturs einungis 348, 4 km. Það er því fremur stutt að keyra á alla golfvellina frá Genf. Í dag verður kynntur Vuissens golfvöllurinn, en keyrsla frá Genfarflugvelli  til Vuissens tekur 1 klst og 20 mínútur í gegnum fallegt svissneskt landsvæði að mestu meðfram Genfarvatni. Vuissens golfvöllurinn er hannaður af golfvallararkítektinum Jerémy Pern.  Hann er í litlum svissneskum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2013 | 08:30

LPGA: Jaye Marie Green sigraði í Q-school – 20 nýjar á LPGA

Bandaríski kylfingurinn Jaye Marie Green sigraði í gær í Q-school LPGA, sem fram fór á Rees Jones golfvellinum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída, dagana 4.-8. desember 2013. Hún spilaði 5. hringinn í röð á undir 70 og átti 10 högg á næsta keppanda. Lokahringurinn var upp á 4 undir pari, 68 högg og samtals var Jaye á 29 undir pari, 331 höggum og sló þar með við meti Stacy Lewis frá árinu 2008 upp á lægsta heildarskor sem var samtals 342 högg. Á lokahringnum fékk Green, 19 ára, skolla á 3. holu, en náði því aftur með fuglum á 5. og 6. holu. Á seinni 9 fékk Green Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2013 | 23:20

Zach Johnson vann Tiger í bráðabana á World Challenge

Masters sigurvegarinn (2007) Zach Johnson bar nú rétt í þessu sigur úr býtum á Northwestern Mutual World Challenge.  Mótið fór fram 5.-8. desember í Sherwood GC í Thousand Oaks, Kaliforníu og var aðalkeppninautur hans Tiger Woods, gestgjafi í mótinu, þar sem 18 af einhverjum bestu kylfingum heims tóku þátt.  Zach Johnson lék á samtals 13 undir pari 275 höggum (67 68 72 68) Keppnin var æsispennandi en Tiger var enn með 1 höggs forystu á 16. holu en það breyttist þegar Zach fékk fugl á 17. en Tiger „bara“ par.  Allt sem sagt jafnt. Báðir fengu síðan par á par-4 lokaholuna og því báðir jafnir eftir leik á 72 holum. Það varð því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2013 | 20:00

Viðtalið: Áslaug Einarsdóttir, NK

Viðtalið í kvöld er við einn klúbbmeðlima í Nesklúbbnum. Fullt nafn:   Áslaug Einarsdóttir. Klúbbur:   NK. Hvar og hvenær fæddistu?  Í Reykjavík, 14. júní 1963. Hvar ertu alin upp?   Í Vogahverfinu, í Reykjavík. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er verkefnastjóri í fjármáladeildar ÞG Verktaka. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?    Ég er gift golfara af lífi og sál sem heitir Gunnlaugur Jóhannsson og svo er ég með tvo krakka, strák og stelpu 21 og 18 ára,  sem báðir spila golf. Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Ég byrjaði haustið 1991 svo eignaðist ég strákinn ´92 – ég er þrjóskuhundur – fyrstu árin eftir að ég átti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2013 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Sveinsdóttir – 8. desember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Sveinsdóttir. Ágústa er fædd 8. desember 1954. Hún er í Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði og hefir tekið þátt í ýmsum opnum mótum s.l. sumar og er yfirleitt meðal efstu keppenda.   Sjá má viðtal við Ágústu sem birtist hér á Golf 1 SMELLIÐ HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu til hamingju með daginn hér að neðan: Ágústa Sveinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið Ágústa!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Laurie Auchterlonie, f. 8. desember 1868 – d. 20. janúar 1948;  Edward Harvie Ward Jr., (f.8. desember 1925 – d.4. september 2004  – Einn af söguhetjum „The Match“);  Ragnar Guðmundsson, rakari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2013 | 16:15

Glæsilegt hjá Valdísi Þóru!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, komst í dag í gegnum I. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour), þ.e. Lalla Aicha Tour School Pre-Qualifying, sem fram fór í Royal Dar Es Salam golfklúbbnum í Rabat, Marokkó, dagana 5.-8. desember 2013. Valdís Þóra náði 18. sætinu af 53 keppendum , en hún lék á samtals 20 yfir pari, 312 höggum (78 81 76 77).  Alls komust 23 efstu áfram að þessu sinni á lokaúrtökumótið sem fram fer 14.-18. desember n.k. í Samanah Golf Club & Al Maaden Golf Resort í Marrakech, Marokko, þ.e. Valdís Þóra leikur ekki sama völl og hún lék í Rabat. Í Al Maaden er Tinna Jóhannsdóttir, GK, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2013 | 16:00

Evróputúrinn: Thomas Björn sigraði á Nedbank Golf Challenge

Það var hinn 42 ára Dani Thomas Björn, sem á sama afmælisdag og Örn Ævar „okkar“ Hjartarson, sem  stóð uppúr sem sigurvegari á Nedbank Golf Challenge, á Gary Player GC í Sun City í Suður-Afríku í dag. Thomas Björn lék á samtals  20 undir pari, 268 höggum (67 70 68 65) Björn átti hreinlega ótrúlega flottan lokahring upp á 65 högg, þar sem hann fékk m.a. 2 erni (á 10. og 14. braut) og þar að auki 4 fugla sem urðu til þess að skollinn sem hann fékk á 18. skipti engu máli. Björn átti nefnilega 2 högg á þá sem urðu í 2. sæti Wales-verjann Jamie Donaldson, sem búinn var að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2013 | 11:30

Lydia Ko sigraði í Taiwan!!!

Hin 16 ára Lydia Ko sigraði í aðeins 2. móti sínu, sem hún tekur þátt í sem atvinnumaður í golfi þegar hún sigraði á Swinging Skirts World Ladies Masters á golfvelli Miramar golfklúbbsins í Taíwan. Lydia spilaði á samtals 11 undir pari,205 höggum  (68 68 69). Að launum hlaut Lydia „smá“ jólapening $ 150.000,- eða u.þ.b. 18 milljónir íslenskra  króna, sem er nýtt fyrir hana því þegar hún sigraði í stórmótunum sem áhugamaður gat hún aldrei tekið við verðlaunafé. Ko átti 3 högg á þá sem varð í 2. sæti So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, sem var í forystu fyrir lokahringinn en spilaði lokahringinn á sorglegum 73 höggum, sem ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2013 | 11:00

Evróputúrinn: Jiménez sló eigið aldursmet þegar hann vann Hong Kong Open

Eftir hefðbundnar 72 holur voru 3 efstir og jafnir: sá sem átti titil að verja, gamla brýnið Miguel Ángel Jiménez, Thaílendingurinn Prom Meesavat og nýliðinn velski á Evrópumótaröðinni, sem búinn var að leiða allt mótið: Stuart Manley. Allir léku þremenningarnir á samtals 12 undir pari, 268 höggum; Jiménez (70 67 65 66); Meesavat (66 70 67 65) og Manley (67 67 66 68). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja og þá var par-4 18. spiluð aftur og þar vann Jiménez með fugli þegar á 1. holu!!!!! …. annað árið í röð og í 4. sinn, sem hann sigrar á Hong Kong Open. Jiménez skrifaði sig líka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2013 | 08:40

Ko í 2. sæti í Taíwan fyrir lokahringinn – Fyrsti sigur sem atvinnumaður í sjónmáli?

Lydia Ko er í 2. sæti á Swinging Skirts World Ladies Masters fyrir lokahringinn og e.t.v. er fyrsti sigur hennar sem atvinnumanns í golfi í sjónmáli.  Mótið fer fram 6.-8. desember 2013 og verður lokahringurinn því leikinn í dag. Það eru KLPGA (kóreanska LPGA) og LPGA í Taiwan, sem standa fyrir Swinging Skirts mótinu. Aðeins 8 af 95 keppendum mótsins eru á samtals skori undir pari eftir tvo hringi, en þar er m.a. um að kenna fremur hvössu veðri í Miramar Golf and Country Club í Taipei. Í efsta sæti er So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu á samtals 9 undir pari (67 68) og svo í 2. sæti er Lydia Ko Lesa meira