Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2013 | 08:30

LPGA: Jaye Marie Green sigraði í Q-school – 20 nýjar á LPGA

Bandaríski kylfingurinn Jaye Marie Green sigraði í gær í Q-school LPGA, sem fram fór á Rees Jones golfvellinum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída, dagana 4.-8. desember 2013.

Hún spilaði 5. hringinn í röð á undir 70 og átti 10 högg á næsta keppanda. Lokahringurinn var upp á 4 undir pari, 68 högg og samtals var Jaye á 29 undir pari, 331 höggum og sló þar með við meti Stacy Lewis frá árinu 2008 upp á lægsta heildarskor sem var samtals 342 högg.

Á lokahringnum fékk Green, 19 ára, skolla á 3. holu, en náði því aftur með fuglum á 5. og 6. holu. Á seinni 9 fékk Green fugl á 10. og 11. holu en fékk aftur skolla á 14. holu, en síðan kláraði stúlkan með stæl og duttu fuglapútt hennar á síðustu tveimur holunum!

„Þetta er vika sem ég mun ávallt muna eftir. Ég var stressuðust á síðustu flötinni, þegar ég þurfti þess ekkert, en þannig var það virkilega,“ sagði Green. „En þegar púttið féll, var ég orðlaus og ég hugsa að ég hafa bara séð stjörnur. Þetta var svöl tilfinningi. Mér fannst þetta virkilega hressandi.“  Sigurtékkinn upp á  $5,000  (600.000 íslenskar krónur) hefir eflaust líka verið hressandi fyrir Green… svona fyrir jólin.  Nokkuð öruggt er að hér er á ferð næsta golfstirni Bandaríkjanna!

Í 2. sæti varð Mi Rim Lee á samtals 19 undir pari. Tiffany Joh varð í 3. sæti á samtals 15 undir pari, 345 höggum,  meðan  Amy Anderson var einu höggi á eftir á samtals 14  undir pari.

Jennifer Kirby (68) varð í 5. sæti á  samtals 12-undir-pari 348 höggum, meðan fjórfaldur sigurvegari Seon Hwa Lee (71) varð í 6. sæti á 11 undir pari. Megan Grehan (71) og Kathleen Ekey (72) deildu síðan 7.-8. sæti á samtals 10 undir pari.

Maria Hernandez (71), Xiyu Lin (70), Line Vedel (71) og Erica Popson (73) deildu síðan 9.-12. sæti á 8-undir pari, 352 höggum.

Silvia Cavalleri, sigurvegari á Corona Championship 2007 (70); Lisa Ferrero (69); Kelly Tan (68), Paz Echeverria (70), Victoria Elizabeth (67) og Paula Reto (70), deildu 13.-18. sæti á samtals 7 undir pari.

Ashleigh Simon (74), Jenny Suh (71), Haru Nomura (69) og Megan McChrystal (70) deildu síðan 19. sæti á samtals 6 undir pari, 354 höggum.  Þær fjórar urðu að fara í 3 holu umspil upp á hverjar hrepptu 2 síðustu lausu sætin þ.e. 19. og 20. sætið.  Þar sigraði Simon á 2 undir pari, en hinar þrjár voru á sléttu pari.  Ashleigh Simon frá Suður-Afríku hreppti því 19. sætið og kortið sitt á LPGA fyrir keppnistímabilið 2014.

Hinar 3 útlkjáðu það hver þeirra fengi 20. og síðasta sætið með bráðabana sín á milli og þar varð japanski kylfingurinn Haru Nomura hlutskörpust og spilar hún því líka á LPGA á næsta keppnistímabili.

Reilly Rankin og Sophia Sheridan voru þær einu sem voru á topp-20 fyrir lokahringinn, en féllu niður skortöfluna og hlutu því ekki fullan keppnisrétt á LPGA.

Golf 1 mun nú, sem undanfarin ár, kynna nýju stúlkurnar 20 sem komust í gegnum Q-school LPGA og spila á sterkustu kvenmótaröð í heimi, LPGA, á næsta ári!

Til þess að sjá lokastöðuna á lokaúrtökumóti Q-school LPGA SMELLIÐ HÉR: