Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2013 | 23:20

Zach Johnson vann Tiger í bráðabana á World Challenge

Masters sigurvegarinn (2007) Zach Johnson bar nú rétt í þessu sigur úr býtum á Northwestern Mutual World Challenge.  Mótið fór fram 5.-8. desember í Sherwood GC í Thousand Oaks, Kaliforníu og var aðalkeppninautur hans Tiger Woods, gestgjafi í mótinu, þar sem 18 af einhverjum bestu kylfingum heims tóku þátt.

 Zach Johnson lék á samtals 13 undir pari 275 höggum (67 68 72 68)

Keppnin var æsispennandi en Tiger var enn með 1 höggs forystu á 16. holu en það breyttist þegar Zach fékk fugl á 17. en Tiger „bara“ par.  Allt sem sagt jafnt. Báðir fengu síðan par á par-4 lokaholuna og því báðir jafnir eftir leik á 72 holum. Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Zach betur þegar á 1. holu, en það var einmitt par-4 1. hola Sherwood vallarins sem var leikin.  Þar fékk Zach par en Tiger skolla.

Tiger Woods varð sem sagt í 2. sæti, á  samtals 13 undir pari, 275 höggum (71 62 72 70)  og 3. sætinu deidu síðan þeir Bubba Watson og Matt Kuchar bróðurlega á milli sín; báðir á 9 undir pari, 279 höggum; Kuchar  (68 68 76 67) og Watson (70 70 69 70).

Til þess að sjá lokastöðuna á Northwestern Mutual World Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokadagsins á Northwestern Mutual World Challenge SMELLIÐ HÉR: