Aldursforsetinn á Evróputúrnum – Jimenez
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2013 | 11:00

Evróputúrinn: Jiménez sló eigið aldursmet þegar hann vann Hong Kong Open

Eftir hefðbundnar 72 holur voru 3 efstir og jafnir: sá sem átti titil að verja, gamla brýnið Miguel Ángel Jiménez, Thaílendingurinn Prom Meesavat og nýliðinn velski á Evrópumótaröðinni, sem búinn var að leiða allt mótið: Stuart Manley.

Allir léku þremenningarnir á samtals 12 undir pari, 268 höggum; Jiménez (70 67 65 66); Meesavat (66 70 67 65) og Manley (67 67 66 68).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja og þá var par-4 18. spiluð aftur og þar vann Jiménez með fugli þegar á 1. holu!!!!! …. annað árið í röð og í 4. sinn, sem hann sigrar á Hong Kong Open.

Jiménez skrifaði sig líka í sögubækurnar því hann sló eigin aldursmet með því að verða elsti kylfingur í sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að sigra mót, en hann verður 50 ára 5. janúar 2014 ( og var því 49 ára, 11 mánaða og 3 daga þegar hann vann Hong Kong Open).

Allt er sem sagt sextugum fært!!!!

Einn í 4. sæti aðeins 1 höggi á eftir þremenningunum varð Hollendingurinn Robert-Jan Derksen, á samtals 11 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: