
Golfvellir í Sviss (5/102): Vuissens
Icelandair býður nú upp á beint flug til Genfar í Sviss og nú opnast frábært tækifæri fyrir íslenska kylfinga að spila einhvern hinna frábæru 102 golfvalla í Sviss.
Þess ber að geta að sé beint strik dregið í gegnum Sviss frá norðri til suðurs mælist landið einungis 220,1 km og frá austri til vesturs einungis 348, 4 km. Það er því fremur stutt að keyra á alla golfvellina frá Genf.
Í dag verður kynntur Vuissens golfvöllurinn, en keyrsla frá Genfarflugvelli til Vuissens tekur 1 klst og 20 mínútur í gegnum fallegt svissneskt landsvæði að mestu meðfram Genfarvatni.
Vuissens golfvöllurinn er hannaður af golfvallararkítektinum Jerémy Pern. Hann er í litlum svissneskum bæ, Vuissens, með einungis 160 íbúa nálægt höll frá 13. öld. Völlurinn er 18 holu í 700 metra hæð yfir sjávarmáli, par-72 og 6179 metra langur af öftustu teigum.
Lokið var við gerð fyrstu 9 holanna árið 2001 og síðan bættust seinni 9 fljótt við árið 2002.
Þetta er skógarvöllur og í gegnum hann rennur á, sem kemur nokkuð við sögu á nokkrum holum.
Þetta er kjörinn golfvöllur fyrir þá sem vilja leita ró og næðis í litlum bæ og spila fjarri stórborgum.
Það kostar €74 (u.þ.b. 12.000 íslenskar krónur) að spila völlinn á virkum dögum og € 120 um helgar (u.þ.b. 19.000 íslenskar krónur).
Upplýsingar:
Heimilisfang: Golf-Club Vuissens – Rue du Château – 261486 – Vuissens – Sviss
- Sími: + 41 024 4333300
- Fax: + 41 024 4333304
- Tölvupóstur: infos@golfvuissens.ch
- Heimasíða: SMELLIÐ HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi