Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2013 | 07:00

Rory vinsæll hjá kvenfólkinu

Rory McIlroy hefir unnið sér inn margar milljónir bandaríkjadala á golfi og með auglýsingasamningum.

Í nýlegri könnun um kvenhylli ýmissa íþróttastjarna og annarra „þekktra“ manna kom í ljós að yfir 10% kvenna á Norður-Írlandi gætu vel hugsað sér að næla sér í Rory undir mistilteini á jólunum. 

Sá sem var vinsælastur meðal kvenfólksins í könnuninni er bandaríski leikarinn Bradley Cooper (lék m.a. í Hangover þríleiknum) en ein af hverri 5 aðspurðri gat hugsað sér jólakoss frá honum.

Í 2. sæti var söngvarinn Bruno Mars, með 15% atkvæða kvenna.  Rory kemur ekkert illa út með sín 10% – er ofar í þessari skoðanakönnun en hann hefir verið í mótum undanfarið ár!

Um var að ræða skoðanakönnun meðal 500 kvenna sem Jay´s Male Grooming í Belfast stóð fyrir.

Cooper þótti svalastur, í 2. sæti var Danny O´Donoghue (úr írska Voice) og í 3. sæti Justin Timberlake.

Aðspurðar að hvaða útlit á karlmanni höfðaði mest til kvennanna sögðu næstum 25% kvennanna David Beckham.  Aðrar niðurstöður voru Johnny Depp (18%); Brad Pitt (15%) og Tom Cruise (15%).

Um 62% kvennanna viðurkenndi að hafa reynt að breyta útliti manna sinna eftir að þau kynntust.