Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2013 | 11:30

Hver spilar með DJ?

Í fyrsta sinn í sögu PGA Tour geta áhorfendur valið rásthóp í Hyundai Tournament of Champions, sem fram fer 3.-6. janúar í Kapalua Hawaii,

Og ekki bara hvaða ráshóp sem er heldur þann sem spila á með DJ eða Dustin Johnson, sem á titil að verja.

Allt fram til 30. desember er nefnlega hægt að kjósa um það með hverjum DJ spilar á 1. hring mótsins.  Einungis er þó hægt að velja milli  Adam Scott, Brandt Snedeker og Matt Kuchar. Eins er hægt að kjósa á Twitter og á þá að tvíta  #VoteScott, #VoteKuchar eða  #VoteSneds.

Hægt er að kjósa með því að SMELLA HÉR:

Það er Steve Shannon, sem ber ábygð á þessari markaðssetningu á 1. móti PGA Tour á árinu 2014, en þetta er liður í því að auka þátttöku áhorfandans og áhangenda í því sem gerist „Inside the ropes“ á PGA Tour.