Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Adrien Saddier (22/27)
Í dag verður fram haldið að kynna þá 3 stráka, sem deildu 5.-7. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013.
Þetta voru þeir John Hahn, Adrien Saddier og Michael Lundberg.
Allir léku þeir á samtals 13 undir pari, 415 höggum og hlutu € 5.240,- í verðlaunafé.
Í dag verður franski kylfingurinn Adrien Saddier kynntur en hann varð í 6. sæti í Q-school, lék á (71 66 69 71 67 71).
Saddier vann svo sannarlega fyrir korti sínu á Evrópumótaröðinni en hann tók þátt í öllum 3 stigum úrtökumótsins og var aðeins einn af 6 sem tókst að komst inn af 1. stiginu. Adrien var annar af tveimur Frökkum, sem komust í gegnum Q-school að þessu sinni, en hinn var Gary Stal. Jafnframt var Adrien sá yngsti af þeim 27, sem hlutu kortin sín á Evrópumótaröðina á næsta ári.
Adrien Saddier fæddist 15. maí 1992 í Annemasse, Frakklandi og er því aðeins 21 árs. Í Frakklandi er Saddier félagi í Esery golfklúbbnum. Saddier var aðeins 4 ára þegar hann byrjaði með pabba sínum í golfi. S.l. 14 ár hefir þjálfaði Saddier verið Sabine Etchevers.
Þetta er í 2. sinn sem hann tekur þátt í Q-school, en hann reyndi í 1. sinn fyrir sér í fyrra og komst þá ekki í gegn. Hann ákvað því að halda áfram að vera áhugamaður og spilaði með franska áhugamannalandsliðinu allt þar til hann gerðist atvinnumaður í júlí á þessu ári. Hann var í 10. sæti á heimsáhugamannalistanum áður en hann gerðist atvinnumaður og var m.a. tvívegis í liði Frakka í the Nation´s Cup og vann einstaklingskeppnina 2013. Árið 2012 vann hann the Switzerland International, sem varð til þess að hann fékk þátttökurétt í the Omega European Masters, þar sem hann náði niðurskurði.
Meðal áhugamála Saddier eru íþróttir almennt. Sem stendur er hann nr. 727 á heimslistanum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024