Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2013 | 11:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Lucy Williams (4/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 5 stúlkur sem deildu 27. sætinu (voru jafnar í 27.-31. sætinu) og rétt sluppu inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 yfir pari, 362 högg:   Bonita Bredenhann,  Lucy WilliamsVictoria Lovelady , Laura Janson og Charlotte Thompson.

Búið er að kynna Charlotte Thompson, Lauru Jansone og Victoriu Lovelady og í dag verður sú stúlka kynnt sem varð í 28. sætinu: Lucy Williams, frá Englandi. Hún lék á   71 71 73 73 74 á lokaúrtökumótinu.

Lucy Williams fæddist 24. júní 1989 í Welwyn, Herts í Englandi og er því 24 ára. Lucy á því sama afmælisdag og Ólöf María „okkar“ Jónsdóttir, sem er eina íslenska konan sem spilað hefir á LET.

Lucy byrjaði að spila golf 14 ára. Meðal helstu afreka á áhugamannsferlinum eru að hún varð English Mid-Amateur Champion árið 2008; í 2. sæti í British Universities Stroke-Play Championship 2010 og  English Amateur Champion 2011.  Í liðakeppni var hún m.a. hluti af sigurliði sem vann British Universities Title with team. Á háskólaárum sínum var hún m.a. hlutii af liði sem sigraði í World Student Matchplay Championship.

Lucy gerðist atvinnumaður í golfi 19. september 2011 og það ár reyndi hún einnig í fyrsta sinn fyrir sér á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna og komst strax inn og var nýliðaár hennar á LET því 2012. Í ár spilaði hún á undanþágu á LET, en nú er hún búin að endurnýja kortið sitt og er því með fullan keppnisrétt 2014.

Meðal áhugamála Lucy eru allar íþróttir og að verja tíma með fjölskyldu og vinum. Afi hennar, Freddie var World Speedway Champion og pabbi hennar, David, sem líka er þjálfarinn hennar, spilaði á PGA European Tour.

Lucy var í University of Birmingham og útskrifaðist þaðan árið 2010 með gráðu í Applied Golf Management Studies (AGMS).