Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2014 | 07:00

Ný Nike-auglýsing með Tiger

Hér að neðan er nýjasta Nike-auglýsingin með Tiger Woods, Nick Watney og Thorbjörn Olesen í aðalhlutverkum.

Nýi Nike Golf VRS Covert 2.0  dræverinn

Nýi Nike Golf VRS Covert 2.0 dræverinn

Og jafnvel þó auglýsingin sé ekki sú sniðugasta og breyti e.t.v. ekki lífi ykkar þá gætu kylfurnar sem þremenningarnir eru að auglýsa e.t.v. gert það!

Svolítið skrítið samt að Rory sé ekki hafður með í auglýsingunni, þar sem hann bætti Nike Golf VRS Covert 2.0 kylfunni í pokann í lok árs 2013.

Það gerði Tiger líka eftir að hafa orðið í 2. sæti á Northwestern Mutual World Challenge.

Við það tækifæri sagði hann m.a.:  „Vitið þið ég fann góðan dræver þessa vikuna og var mjög ánægður með þær breytingar sem gerðar höfðu verið á drævernum.  Og vitið þið ég held að breytingin á skaftinu hafi virkilega breytt miklu.“

Hér má síðan sjá nýju Nike-auglýsinguna SMELLIÐ HÉR: