Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2014 | 10:30

Heimslistinn: Johnson í 7. sæti!

Zach Johnson er kominn í 7. sæti heimslistans eftir frækilegan og verðskuldaðann sigur á TOC þ.e. Tournament of Champions á Kapalua í Hawaii.

Það var hrein unun að fylgjast með lokahring Zach á sunnudaginn, þar sem hann lék á glæsilegum 7 undir pari, 66 höggum og gaf hvergi eftir.

Þannig missti hann hvergi högg, var með 7 glæsifugla og fékk m.a. 3 fugla í röð á 14.-16. braut og virtist fátt geta stoppað hann.

Zach var fyrir mótið í 9. sæti heimslistans en á topp-10 fór hann úr 13. sætinu eftir frækinn sigur á World Challenge móti Tiger Woods nú fyrir jól.

Annað merkilegt á heimslistanum er að engin breyting er meðal 6 efstu á heimslistanum (Tiger er í 1. sæti; Adam Scott í 2. sæti; Henrik Stenson í því þriðja; Justin Rose í 4. sætinu; Phil Mickelson í 5. sætinu og síðan Rory McIlroy í 6. sætinu).

Í sjöunda sætið er síðan kominn Zach Johnson, sem veldur því að Matt Kuchar fer niður um 1 sæti í 8. sætið og Steve Stricker úr 8. sætinu niður í 9. sætið.  Í 10. sæti stendur Sergio Garcia í stað.

Annað markvert á topp-50 listans er að allir þátttakendur TOC, sem voru meðal efstu manna hækka sig á listanum: Þann fer  Jason Dufner  úr 15. sætinu í 13. sætið; Jordan Spieth fer úr 22. sætinu í 17. sætið; Webb Simpson úr 21. sætinu í 22. sætið og Kevin Streelman tekur mesta stökkið; fer úr 44. sætinu upp í 34. sætið!

Sjá má heimslistann í heild sinni með því að SMELLA HÉR: