Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2014 | 06:00

Fowler vill vera þekktur fyrir golf fremur en föt

Rickie Fowler er einn af þeim kylfingum sem laðar að hvað stærsta aðdáendaskara. Hann er orkumikill, skemmtilegur, frábær við lítil börn ….. en hefir bara 1 sinni unnið á PGA Tour.

Hann er ákveðinn að breyta því og til þess að sýna hversu mikil alvara honum er, réði hann golfkennaragúrúinn Butch Harmon til þess að hjálpa sér við sveifluna.

Skv. Golf Digest bað Harmon, Phil Mickelson um leyfi til að mega vinna með Fowler, og Mickelson á að hafa samþykkt samstundis.

„Phil sagði að þetta væri frábært,“ sagði Harmon. „Við þörfnumst þess að Fowler spili vel.“

Harmon sagði líka að Fowler væri ákveðinn að hrista af sér steríótýpuna sína – þ.e. hann vill ekki vera draumur markaðssérfræðinga heldur gæi sem gengur vel á túrnum.

„Ég elska þennan krakka,“ sagði Harmon. „Það sem mér líkar við hann er að hann hefir verið að segja: „Ég vil vera meira þekktur fyrir golfið mitt heldur en föt mín og der. Ég vil keppa á risamótum.“