Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2014 | 17:30

Golfsvipmynd dagsins: Snjór á Bethpage

Í síðustu viku var Bethpage Black golfvöllurinn í New York, þar sem 2 Opin bandarísk risamót hafa m.a. verið haldin, algerlega á kafi í snjó.

Völlurinn var enn eitt fórnarlamb snjóstormsins sem geystist yfir New York og norðausturhluta Bandaríkjanna í síðustu viku.

Að sögn vallarstarfsmanns leysti snjóinn þó í rigningunni í gær og er hann næstum auður nú.

Bethpage Black er í uppáhaldi hjá hópi Íslendinga, sem algerlega elska þennan krefjandi völl, sem talinn er einn af 5 erfiðustu golfvöllum Bandaríkjanna!