Jimmy Walker ásamt fjölskyldu eftir sigurinn á Sony Open í Honolulu á Hawaii í ársbyrjun Mynd: pgatour.com
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2014 | 08:00

PGA: Jimmy Walker sigraði á Hawaii!

Það var bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker, sem stóð uppi sem sigurvegari á Sony Open í gær, 12. janúar 2014.

Sjá má kynningu Golf 1 á Jimmy Walker með því að SMELLA HÉR: 

Walker lék á samtals 17 undir pari, 263 höggum (66 67 67 63) og átti frábæran lokahring, var á besta skori dagsins, 63 höggum á Waialea golfvellinum!

Á lokahringnum einfaldlega missti Walker hvergi högg og skilaði inn „hreinu“ skorkorti með 7 fuglum og 11 pörum.

Sá sem leiddi fyrir lokahringinn, Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk, varð að sætta sig við 2. sætið þrátt fyrir frábæran lokahring sinn upp á 66 högg, sem oft áður hefði eflaust dugað til sigurs, en hann átti einfaldlega ekkert svar við glæsitilburðum Jimmy Walker.  Samtals lék Kirk á 16 undir pari.

Í 3. sæti 2 höggum á eftir Walker á 15 undir pari varð Jerry Kelly og enn öðru höggi á eftir í 4. sæti á samtals 14 undir pari varð Harris English.

Sá sem var hæst „rankaður í mótinu“ þ.e. Adam Scott, sem er nr. 2 á heimslistanum, hann deildi 8. sæti ásamt 11 öðrum kylfingum, sem allir léku á samtals 10 undir pari.

John Daly, sem var að gera sér vonir um að hljóta fullan keppnisrétt á PGA Tour með því að verða í 2. sæti eða betra varð í 32. sæti ásamt 5 öðrum kylfingum.  Skorið hjá honum gekk í bylgjum (66 73 64 70), en 2. daginn var meiddur olnboginn að há honum, meiðsl sem tóku sig aftur upp lokahringinn, en það skýrir skrikkjótt skorið. Frábært samt að Daly kláraði þrátt fyrir meiðsl, en hann hefir í gegnum tíðina verið þekktur fyrir að rjúka úr mótum ef eitthvað hefir verið honum á móti skapi!  Það er fátt erfiðara en að spila meiddur og því frábær árangur hjá Daly og vonandi að hann fái sem flest boð í mót til þess að geta reynt að endurtaka það verða í efstu sætum og hljóta fullan keppnisrétt.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sony Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags (lokahringsins) á Sony Open SMELLIÐ  HÉR: