Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari. Mynd Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2014 | 22:00

Úlfar áfram landsliðsþjálfari

Í fréttatilkynningu frá GSÍ segir eftirfarandi:

Í byrjun desembermánaðar tilkynnti Úlfar Jónsson stjórn Golfsambands Íslands að hann segði starfi sínu sem landsliðsþjálfari lausu.

Í kjölfarið hafa átt sér stað viðræður á milli golfsambandsins og Úlfars sem hafa leitt til þess að samkomulag hefur náðst um áframhaldandi störf Úlfars.

Golfsambandið fagnar því að Úlfar skuli áfram starfa sem landsliðsþjálfari enda spennandi tímar framundan í afreksmálum sambandsins.“

Úlfar er 45 ára (f. 25. ágúst 1968), íþróttastjóri GKG,  kylfingur 20. aldarinnar og margfaldur Íslandsmeistari. Það er mikið gleðiefni að hann skuli áfram vera landsliðsþjálfari, enda þörf okkar albestu manna ætli golfhreyfingin að koma islenskum kylfingi á Ólympíuleikana 2016!

Golf 1 óskar Úlfari áframhaldandi velfarnaðar í starfi!