Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2014 | 20:30

Ótrúleg saga kylfusveins Ishikawa

Simon Clarke er kylfusveinn Ryo Ishikawa.

Hann fór til Japan til þess að læra tungumálið, japönsku, og fríska upp á kunnáttu sína í hlut Japana í seinni heimstyrjöldinni. Hann var reglulega spenntur fyrir því að fá að heimsækja Pearl Harbor (á Hawaii) þegar hann var í smá fríi frá kaddýstörfunum fyrir Ryo Ishikawa á Hawaii í Sony Open.

Síðustu tveir áratugir hafa farið allt öðruvísi en hann gat órað fyrir.

„Ég hef verið mjög heppinn,“ sagði Clarke.

Hinn 44 ára Ástrali er pennafær rithöfundur. Hann hefir t.a.m skrifað 10.000 orða ritgerð um af hverju Japanir sprengdu Pearl Harbor, en Clarke er frægari á Japan Golf Tour fyrir að útbúa fjarlægðarbækurnar fyrir kylfinga og kaddýa þeirra, en það hefir hann gert undanfarin 20 ár.

Clarke hóf kylfusveinsstörf án nokkurrar reynslu og hann vinnur nú fyrir hinn 22 ára Ishikawa, sem enn fær meiri athygli í Japan en nokkur annar kylfingur.

Og Clarke er enn ekki útskrifaður úr háskóla.

„Ég hef enn ekki fundið tíma til þess að skrifa lokaritgerðina,“ sagði Clarke. „Sjáiði það er ekki mikið meira sem ég get gert með það en að kenna. Það er ekki raunveruleg framabraut með kunnáttu í 2. heimstyrjöldinni. Ég reyndi að komast í flugherinn, en gat aldrei flogið þotunum vegna þess að ég fór í uppskurð með hnén á mér og þeir sögðu að ég myndi aldrei þola það að þrýstast út úr þotunni ef þess þyrfti með.“

En líf Clarke hefir engu að síður verið spennandi. Það hófst þegar hann langaði til að læra nýtt tungumál og hann sá auglýsingu um að japanskan golfklúbb vantaði kylfusveina.

„Í rauninni vildu þeir stelpur, þannig að konan mín  (Melanie) og ég sóttum um,“ sagði hann. „Við unnum í 6 mánuði sem kaddýar og ég lagði hart að mér að læra japönsku. Þeir voru með mót, Tokai Classic, sem Mark O'Meara sigraði á.  Ég var kaddý náunga sem hét  Wayne Smith. Og mér fannst strax gaman.“

Í gegnum tíðina hefir Clarke verið kylfusveinn  Graham MarshBrendan JonesCraig ParryPeter Senior og Bradley Hughes. Nú er hann félagi í Victoria golfklúbbnum, þegar hann er heima í Ástralíu.  Hann var líka kylfusveinn Jessicu Korda þegar hún sigraði í Women’s Australian Open.

Simon Clark og Jessica Korda horfa á eftir aðhöggi Jessicu í Women´s Australian Open

Simon Clarke og Jessica Korda horfa á eftir aðhöggi Jessicu í Women´s Australian Open

Kaddýstörfin urðu að meiri vinnu en hann óraði fyrir.

„Ég tók eftir því að fjarlægðarbæklingarnir voru ekki góðir og ég er mjög flinkur að teikna,“ sagði Clarke. „Ég byrjaði að teikna þá fyrir  Todd Hamilton, og hann kenndi mér hvernig ég gæti gert þá tæknilegri. Allir sáu þær og vildu hjálpa mér að gefa þá út. Ég hef teiknað svona bækur allt til ársins í ár. Ég hef búið þær til í 20 ár. Ég teikna þær og síðan bætum við tækninni við.“

Clarke var í Okinawa í lok árs 2012 þegar Ishikawa bauð honum fullt starf. Ishikawa, sem spilaði í sínu fyrsta  Presidents Cup (ísl:: Forsetabikarskeppni) þegar hann var 18 ára hafði verið að nota staðbundna kaddýa. Það hjálpaði Clarke að fá starfið að hann talaði japönsku.

Þetta er skrítni hluti þessarar sögu. Clarke lagði stund á japönsku til þess að hann gæti lesið betur heimildir um 2. heimstyrjöldina, en ekki til þess að vinna fyrir japanskan kylfing.

„Hann er áhugaverður náungi,“ sagði  Matthew “Bussy“ Tritton, besti vinur Clarke frá því að þeir voru táningar, en Tritton er nú kylfusvein   Geoff Ogilvy. ‘ „Hann var bara stúdent sem byrjaði að vinna í golfklúbb. Hann vissi ekkert um það að vera kylfuberi og síðan byrjaði hann á bókunum. Ég bjó í Danmörku á þessum tíma, ferðaðist um heiminn og hann sagði mér að koma til Japan til að hjálpa honum við bækurnar. Hann er mjög góður rithöfundur.“

En hann missti aldrei áhugann á 1. ástinni sinni: að læra um heimstyrjöldina aðra.  „Ég get ekki beðið eftir að komast til Pearl Harbor,“sagði Clarke, spenntur á Hawaii nú um helgina.