Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2014 | 11:30

GR: Púttmótaröð barna og unglinga hefst sunnudaginn 19. janúar n.k.

Púttmótaröð barna og unglinga hefst sunnudaginn 19 .janúar 2014.

Mótið er opið öllum sem æfa golf hjá GR og er aldursskiptingin miðuð við 12 ára og yngri, 12 – 16 ára og 16 ára og eldri.

Mótið samanstendur af 8 skiptum þar sem spilaðir eru tveir 18 holu hringir þar sem betri hringurinn telur. Fjórir bestu hringirnir telja til Púttmeistara GR í hverjum aldursflokki fyrir sig. Því fleiri hringir sem spilaðir eru því meiri möguleiki á að bæta skorið sitt.

Húsið er opið á sunnudögum frá kl 11 – 13. Mótsgjald er kr 2000 fyrir öll skiptin.

Púttmeistari GR í barna og unglingaflokkum verður krýndur í veglegu hófi um miðjan mars.