Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2014 | 09:45

Hvað var í pokanum hjá Patrick Reed – sigurvegara Humana Challenge?

Patrick Reed sigraði á Humana Challenge í gær, 19. janúar 2014. Eftirfarandi var í sigurpokanum hjá honum: Dræver: Callaway Big Bertha Alpha (Fujikura Fuel Tour Spec 85x skaft), 9° (Sjá nýlega kynningu Golf 1 á þeim dræver með því að SMELLA HÉR:  3-tré: Callaway Big Bertha (Mitsubishi Rayon Ahina 80x skaft), 16° Járn (3-PW): Callaway X Forged (3-4; True Temper Dynamic Gold X100 sköft); Callaway RAZR X Muscleback (5-PW; True Temper Dynamic Gold X100 sköft Fleygjárn: Callaway Mack Daddy 2 (50°, 56° og 60°; True Temper Dynamic Gold X100 sköft) Pútter: Odyssey Metal-X Milled #6 Bolti: Callaway SR-3

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2014 | 03:30

PGA: Patrick Reed sigraði á Humana Challenge

Það var bandaríski kylfingurinn Patrick Reed sem sigraði, engum að óvörum, á Humana Challenge mótinu í Kaliforníu. Reed var þar áður búinn að slá met frá árinu 1967 um lægsta meðaltalsskor í PGA Tour móti eftir 54 holur, 27 undir pari (þ.e. 3x 9 undir pari þ.e. 3 hringir upp á 63 högg!). Reed er þekktur á PGA fyrir að vera með kærustu sína á pokanum – hún heldur honum að hans sögn rólegum …. og ekki vanþörf á því lokahringinn, þar sem taugastrekkings gætti í leik hans miðað við fyrri 3 dagana – en hann spilaði lokahringinn á 1 undir pari, 71 höggi – versti hringurinn af öllum 4! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elías Björgvin Sigurðsson – 19. janúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Elías Björgvin Sigurðsson. Elías fæddist 19. janúar 1997 og á því 17 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Komast má á facebook síðu Elíasar Björgvins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Elías Björgvin Sigurðsson (17 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Mary Mills 19. janúar 1940 (74 ára);  Adele Peterson, 19. janúar 1963 (51 árs); Doug Norman LaBelle II, 19. janúar 1975 (39 ára);  Brian Harman, 19. janúar 1987 (27 ára) ….. og …..   Brynhildur Gunnarsdóttir Angels Love Nails (42 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 20:00

Viðtalið II: Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari

Nú fyrr í vikunni birti Golf 1 fyrri hluta viðtals við Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfara. Sjá með því að SMELLA HÉR:  Um margt var að ræða við landsliðsþjálfarann og hefði viðtalið geta orðið mun lengra, ef Úlfar hefði ekki þurft að hlaupa á fund,  en fáir eru jafnvel að sér hvað snertir öllu viðvíkjandi golf og Úlfar. Hér kemur síðari hluti viðtalsins: Golf 1: Hvað þarf til að verða góður kylfingur? Úlfar: Undirstaðan er að hafa ástríðu fyrir íþróttinni, það er sterkara en áhugi.  Ástríðan fær þig til að gera ótrúlega hluti. Síðan þarf maður að vera agaður, setja sér markmið hafa draumamarkmið – síðan vinnusemi og mikla trú og vilja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 19:00

Frægir kylfingar: Charles Schulz

The things I like to do the best are drawing cartoons and hitting golf balls. —Charles M. Schulz  (Ísl. þýð.: „Það sem mér finnst skemmtilegast er að teikna teiknimyndir og slá golfbolta.” ) Charles M. Schulz er m.a. höfundur smáfólksins (ens.: Peanuts) en aðalpersónur eru m.a. Charlie Brown og hundurinn Snoopy). Íþróttir voru alla tíð mikilvægar í lífi Charles, einnig nefndur “Sparky”. Charles fæddist í Minneapolis, Minnesota 26. nóvember 1922 og lést í  Santa Rosa í Kaliforníu 12. febrúar 2000. Charles var heiðursfélagi á 5 golfvöllum þ.á.m. Oakmont Golf Club nálægt heimili hans í Santa Rosa. Hann var með 2 í forgjöf og spilaði reglulega á Pebble Beach í Pro-Am Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Pablo Larrazábal?

Spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal vann í dag Abu Dhabi Golf Championship.  Larrazabal er nafn sem e.t.v. er ekki meðal kunnuglegustu stjörnukylfinga. Þeim sem að staðaldri fylgjast með gangi máli á Evrópumótaröðinni er Larrazabal þó að góðu kunnur.  Hann er nr. 103 á heimslistanum og hækkar eflaust eitthvað nú eftir sigurinn. En svona nánar: hver er kylfingurinn Pablo Larrazabal? Pablo Larazabal fæddist í Barcelona á Spáni 15. maí 2013 og varð því 30 ára á síðasta ári. Í Barcelona er hann félagi í hinum fræga El Prat golfklúbbi.  Meðal helstu áhugamála hans utan golfsins er fótbolti en hann er að sjálfsögðu áhangandi Barcelona í fótbolta.   Hann var í menntaskóla í Bandaríkjunum, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 16:00

100 bestu golfvellir heims

Golf Digest hefir næstum í 50 ár sett saman allskyns „bestu-vallar eða holu lista í golfi“. En aldrei áður, fyrr en nú, hafa þeir birt lista yfir 100 bestu golfvelli í heiminum. Það voru 846 kylfingar í 27 löndum  auk Bandaríkjanna, sem áttu að velja þá golfvelli sem þeir höfðu spilað á og gefa þeim stig frá 1 og upp í 10. Tekið var fram að allir kylfingarnir höfðu ferðast mjög mikið og höfðu því spilað golf víða. Einungis þeir golfvellir komu til greina í úrtakið „100 bestu golfvellir heims“ sem voru með 20 eða fleiri stig. (Smá leiðrétting:  Það var panell Golf Digest í Bandaríkjunum, sem árlega velur 100 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 12:30

Evróputúrinn: Pablo Larrazabal sigraði í Abu Dhabi

Það var Spánverjinn Pablo Larrazabal, sem stóð uppi sem sigurvegari á Abu Dhabi Golf Championship. Hann lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (69 70 68 67). Larrazabal er nr. 103 á heimslistanum og þetta er 3. sigur hans á Evróputúrnum. Aðeins 1 höggi á eftir Larrazabal voru þeir Rory McIlroy (70 67 68(+2) 68) og Phil Mickelson (73 70 63 69). Í 4. sæti urðu Kanaríeyingurinn Rafa Cabrera-Bello og George Coetzee frá Suður-Afríku, báðir á samtals 12 undir pari hvor. Skotinn Craig Lee, sem búinn var að leiða allt mótið og var að vonast eftir 1. sigri sínum á Evrópumótaröðinni hafnaði í 10. sæti eftir arfaslakann lokahring upp Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 12:00

Evróputúrinn: Víti hefur sigurinn af Rory

Rory McIlroy var afar ósáttur við víti sem hann fékk eftir að hafa droppað boltanum ólöglega á 3. hring Abu Dhabi Golf Championship, sem kostaði hann 2 högg og sigur á Abu Dhabi Golf Championship. Rory hélt að hann hefði spilað 3. hring á 68 höggum og væri samtals á 11 undir pari, aðeins til að komast að því að droppið ólöglega hafði kostað hann 2 högg í víti og heildarskorið væri komið niður í 9 undir pari og hann væri þar með orðinn 3 höggum á eftir forystumanninum, Craig Lee, fyrir lokahringinn, sem spilaður var í dag. Sá sem sagði til um brot Rory var Dave Renwick, kylfuberi spilafélaga Rory, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 11:45

Champions Tour: Couples og Langer í forystu eftir 2. dag á Mitsubishi Electric á Hawaii

Það eru Fred Couples og Bernhard Langer,sem komnir eru í forystu eftir 2. dag  Mitsubishi Eletiric Championship. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum; Couples (65 65) og Langer (66 64). Í 3. sæti er Mark O´Meara aðeins 1 höggi á eftir og síðan eru Jeff Slumann og Stephen Elkington sem deila 4. sætinu á samtals 12 undir pari, hvor Rocco Mediate, sem er að fara að kvænast á morgun og Tom Lehman deila síðan 7. sætinu á samtals 11 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Mitsubishi Electric Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags Lesa meira