Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 11:45

Champions Tour: Couples og Langer í forystu eftir 2. dag á Mitsubishi Electric á Hawaii

Það eru Fred Couples og Bernhard Langer,sem komnir eru í forystu eftir 2. dag  Mitsubishi Eletiric Championship.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum; Couples (65 65) og Langer (66 64).

Í 3. sæti er Mark O´Meara aðeins 1 höggi á eftir og síðan eru Jeff Slumann og Stephen Elkington sem deila 4. sætinu á samtals 12 undir pari, hvor

Rocco Mediate, sem er að fara að kvænast á morgun og Tom Lehman deila síðan 7. sætinu á samtals 11 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Mitsubishi Electric Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Mitsubishi Electric Championship SMELLIÐ HÉR: