Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 12:30

Evróputúrinn: Pablo Larrazabal sigraði í Abu Dhabi

Það var Spánverjinn Pablo Larrazabal, sem stóð uppi sem sigurvegari á Abu Dhabi Golf Championship.

Hann lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (69 70 68 67).

Larrazabal er nr. 103 á heimslistanum og þetta er 3. sigur hans á Evróputúrnum.

Aðeins 1 höggi á eftir Larrazabal voru þeir Rory McIlroy (70 67 68(+2) 68) og Phil Mickelson (73 70 63 69).

Í 4. sæti urðu Kanaríeyingurinn Rafa Cabrera-Bello og George Coetzee frá Suður-Afríku, báðir á samtals 12 undir pari hvor.

Skotinn Craig Lee, sem búinn var að leiða allt mótið og var að vonast eftir 1. sigri sínum á Evrópumótaröðinni hafnaði í 10. sæti eftir arfaslakann lokahring upp á 77 högg.

LOKASTAÐAN

Hér má sjá hápunkta frá lokadegi Abu Dhabi Golf Championship SMELLIÐ HÉR: