Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 19:00

Frægir kylfingar: Charles Schulz

The things I like to do the best are drawing cartoons and hitting golf balls.
—Charles M. Schulz

 (Ísl. þýð.: „Það sem mér finnst skemmtilegast er að teikna teiknimyndir og slá golfbolta.” )

Charles M. Schulz er m.a. höfundur smáfólksins (ens.: Peanuts) en aðalpersónur eru m.a. Charlie Brown og hundurinn Snoopy).

Íþróttir voru alla tíð mikilvægar í lífi Charles, einnig nefndur “Sparky”.

Charles fæddist í Minneapolis, Minnesota 26. nóvember 1922 og lést í  Santa Rosa í Kaliforníu 12. febrúar 2000.

Charles var heiðursfélagi á 5 golfvöllum þ.á.m. Oakmont Golf Club nálægt heimili hans í Santa Rosa.

Hann var með 2 í forgjöf og spilaði reglulega á Pebble Beach í Pro-Am mótunum sem Bing Crosbie hratt úr vör og við þekkjum í dag sem AT&T National Pro-Am og eins í Dinah Shore Pro-Am mótinu (í dag betur þekkt sem eitt af risamótum kvennagolfsins Kraft Nabisco).

Á unglingsárum sínum í St. Paul Minnesota vann Charles fyrir sér sem kaddý og nefndi m.a. eina söguhetjuna í smáfólkinu (ens. Peanuts) eftir vini sínum frá kaddýdögum sínum, Schroeder.

Charles naut þess ekki bara að spila golf allt frá því að spila golf með menntaskólaliði sínu til daglegra fjórleikja á gamalsaldri heldur skaraði hann einnig fram í golfinu s.s. lág forgjöf hans gefur til kynna.

Charles Schulz lýsti golfi sem “eilífri áskorun… Það er engin leið að ná fullkomlega tökum á því og þær himinhæðir á lægðir sem nást (í golfinu) eru í órafjarlægð hver annarri.”