Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Pablo Larrazábal?

Spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal vann í dag Abu Dhabi Golf Championship.  Larrazabal er nafn sem e.t.v. er ekki meðal kunnuglegustu stjörnukylfinga. Þeim sem að staðaldri fylgjast með gangi máli á Evrópumótaröðinni er Larrazabal þó að góðu kunnur.  Hann er nr. 103 á heimslistanum og hækkar eflaust eitthvað nú eftir sigurinn. En svona nánar: hver er kylfingurinn Pablo Larrazabal?

Pablo Larrazabal (t.h.) og vonsvikinn Rory McIlroy - Larrazábal sigraði - Rory í 2. sæti!!!

Pablo Larrazabal (t.h.) og vonsvikinn Rory McIlroy (t.v.= – Larrazábal sigraði í dag- Rory í 2. sæti!!!

Pablo Larazabal fæddist í Barcelona á Spáni 15. maí 2013 og varð því 30 ára á síðasta ári. Í Barcelona er hann félagi í hinum fræga El Prat golfklúbbi.  Meðal helstu áhugamála hans utan golfsins er fótbolti en hann er að sjálfsögðu áhangandi Barcelona í fótbolta.   Hann var í menntaskóla í Bandaríkjunum,  en sneri til Spánar 2002 til þess að gerast atvinnumaður í golfi, en pabbi hans, Gustavo, sem lék m.a. fyrir Venezuela í heimsbikarnum, lét hann vinna  á fiskiræktarbýli fjölskyldunnar til þess að kenna stráksa að meta gildi peninga og harðrar, ærlegrar vinnu.   Pablo hélst í þessari vinnu í 2 ár en gerðist síðan atvinnumaður í golfi 2004 eða fyrir nákvæmlega 10 árum síðan.  Pabba hans ætti að þykja til hans koma nú en Pablo vann sér inn €328.779 (u.þ.b. 50 milljónir íslenskra króna). Ekki slæmt fyrir 4 daga vinnu!

Pablo Larrazábal vildi ekki vinna í fiskeldisstöð fjölskyldu sinnar

Pablo Larrazábal vildi ekki vinna í fiskeldisstöð fjölskyldu sinnar

2006–2007: Challenge Tour

Larrazábal spilaði í 8 mótum á Áskorendamótaröð Evrópu  árið 2006 og náði niðurskurði 7 sinnum. Besti árangur hans var á Vodafone Challenge mótinu þar sem hann varð T-7, sem var eini topp-10 árangur hans það árið.  Hann vann sér inn  €7,160  (u.þ.b. 900.000) það árið og varð í 138. sæti á peningalistanum.

Larrazábal spilaði í 17 mótum árið 2007 og náði að komast í gegnum niðurskurð 10 sinnum og varð 2 sinnum meðal 10 efstu og 6 sinnum meðal efstu 25 í mótum það árið. Besti árngur hans var í Postbank Challenge þar sem hann varð í 4. sæti.  Hann vann sér inn €21,596  (u.þ.b. 3 milljónir íslenskra króna) og varð nr. 69 á peningalistanum. Hann var T-6 í Q-school  og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröðina fyrir 2008 keppnistímabilið.

2008: Sir Henry Cotton nýliði ársins og fyrsti Evrópumótaraðartitillinn

Á fyrsta ári sínu á túrnum spilaði Larrazábal í 28 mótum og náði niðurskurði 17 sinnum. Larrazábal vann fyrsta titil sinn á Evrópumótaröðinni Open de France, þar sem hann var í forystu alla hringina. Hann sýndi líka góð tilþrif í Madrid Masters þar sem hann varð í 3. sæti. Larrazábal varð þrívegis meðal 10 efstu og 7 sinnum meðal 25 efstu og varð 18. á peningalistanum með verðlaunafé upp á  €960,858 (u.þ.b. 150 milljónir íslenskra króna).  Þetta varð til þess að hann varð Sir Henry Cotton nýliði ársins 2008.

2009–2010: Óstöðugleiki og ströggl við að ná formi

Larrazábal átti óstöðugleikaár á Evrópumótaröðinni 2009, þar sem hann varð aðeins 1 sinni meðal efstu 10 í mótum og þrisvar sinnum meðal 25 efstu. Hann varð í 86. sætinu á peningalistanum. Næsta keppnistímabil 2010 var litlu betra.  Hann náði þó 18 sinnum niðurskurði í 31 móti sem hann tók þátt í og varð meðal efstu þriggja í 3 mótum.  Hann vann sér inn  €332,500 (u.þ.b. 50 milljónir – líkt og hann er að fá í verðlaunafé fyrir að vinna 1 mót) árið 2010 og varð í  88. sæti á peningalistanum.

Pablo Larrazábal og kærasta hans Gala Alten eftir að Pablo sigraði Sergio Garcia í bráðabana í München

Pablo Larrazábal og kærasta hans Gala Alten eftir að Pablo sigraði Sergio Garcia í bráðabana í München

2011: Bætt leikform og annar titillinn á Evrópumótaröðinni

Larrazábal hóf keppnistímabilið 2011 í góðu formi með því að verða í 5. sæti á Avantha Masters mótinu á Indlandi áður en hann varð í 3. sæti á Open de España þremur höggum á eftir Thomas Aiken frá Suður-Afríku.  Mánuði síðar varð hann í 4. sæti á Saab Wales Open og var með 67 högg á lokahringum og varð meðal efstu 5. Í júní 2011 vann Larrazábal annan tiitl sinn á Evrópumótaröðinni þegar hann sigraði á BMW International Open í München, í Þýskalandi þar sem hann hafði betur gegn landa sínum, Sergio Garcia, í bráðabana.  Báðir hófu þeir Larrazábal og Garcia lokahringinn 2 höggum á eftir forystumanni mótsins, en voru báðir á 68 höggum og luku leik á samtals 16 undir pari. Larrazábal átti pútt fyrir sigri á 72. holu en það fór framhjá og Garcia setti niður fuglapútt og því kom til bráðabana milli þeirra. Báðir leikmenn náðu fuglum á 18. holunni sem spiluð var tvívegis þannig að þeir spiluðu par-3 12. holuna og par-3 17. holuna þar sem  Larrazábal missti enn tvö 3 metra pútt fyrir sigri.  Það var síðan á 5. aukaholunni par-5  18. holunni þar sem Garcia setti arnarpútt sitt ekki í, átti eftir meterspútt fyrir fugli sem ekki vildi í heldur þannig að Larrazábal stal sigrinum. 

Þessi sigur kom 3 vikum eftir að  Larrazábal eftir að Larrazábal sjálfur tapaði í bráðabana á úrtökumóti fyrir Opna breska í Sunningdale. Larrazábal lauk keppnistímabilinu í 17. sæti á peningalistanum, sem er besti árangur hans til þessa.

2012-2013

Besti árangur Larrazábal árið 2012 voru tveir T-2 árangrar annars vegar á   Reale Seguros Open de España í maí og hins vegar á KLM Open í september.

Besti árangur Larrazábal árið 2013 voru hins vegar tveir 4. sætis árangrar annars vegar  31. mars á Tropheé Hassan mótinu í Marokkó og hins vegar á The Irish Open 30. júní það ár.  Larrazábal varð hins vegar með 8 topp-10 árangra í þeim 29 mótum sem hann tók þátt í. Þar af náði hann niðurskurði í 17 skipti.