Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 12:00

Evróputúrinn: Víti hefur sigurinn af Rory

Rory McIlroy var afar ósáttur við víti sem hann fékk eftir að hafa droppað boltanum ólöglega á 3. hring Abu Dhabi Golf Championship, sem kostaði hann 2 högg og sigur á Abu Dhabi Golf Championship.

Rory hélt að hann hefði spilað 3. hring á 68 höggum og væri samtals á 11 undir pari, aðeins til að komast að því að droppið ólöglega hafði kostað hann 2 högg í víti og heildarskorið væri komið niður í 9 undir pari og hann væri þar með orðinn 3 höggum á eftir forystumanninum, Craig Lee, fyrir lokahringinn, sem spilaður var í dag.

Sá sem sagði til um brot Rory var Dave Renwick, kylfuberi spilafélaga Rory, Ricardo Gonzalez.

Renwick fannst sem Rory hefði ekki tekið rétt dropp á 2. holu og vídeóupptaka af þessu reyndist ekki leysa úr úrlausnarefninu sem upp var komið.  Rory og John Paramor, dómari fóru því aftur að par-5, 2. holunni til þess að kanna umrætt svæði.

Eftir vettvangskönnun Rory og dómarans var komist að þeirri niðurstöðu að vinstri fótur Rory hefði snert hvíta línu og hlaut Rory almennt 2 högga víti.

„Ég ætla að fara í ræktina og ná þessu úr mér,“ sagði greinilega pirraður Rory í gær. „Ég ætla að verða úrvinda og reyna að ná einhverju af pirringnum út.“

„Það er fullt af heimskulegum reglum í golfi og þetta er ein af þeim.“

Á ensku og í hans eiginn orðum: “There are a lot of stupid rules in golf and this is one of them.”

Rory sem sagði að hann hefði „annað og betra að gera en að hugsa um“ að fylgjast með reglubreytingum bætti við: „Ég sló 2. höggið mitt á 2. holu í vinstri kargann en á stíg fyrir áhorfendur.  Ég tók dropp og sló en tók ekki eftir að vinstri fótur minn var enn á línunni á stað þar sem maður verður að taka fulla lausn.“

„Við fórum aftur að staðnum til að skoða vettvang og sjá boltafar mitt og það var ljóst að ég gat ekki hafa slegið öðruvísi en að vera með fætur mína þar sem þeir voru. Þetta er óheppilegt. Ef eitthvað þá var þetta verra fyrir mig vegna þess að ég droppaði boltanum í slæmri legu og náði ekki fugli.“

„Ég verð að reyna að ná höggunum tilbaka eins snemma og hægt er á morgun. Þetta verður mér aukahvatning,“ sagði Rory í gær.  Hann barðist eins og ljón en varð að sætta sig við 2. sætið á eftir Spánverjanum Pablo Larrazabal og munaði aðeins einu höggi.  Það má því segja að 2 högga vítið hafi kostað Rory sigurinn í mótinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rory hefir gerst sekur um reglubrot í Abu Dhabi. Árið 2012 hlaut fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Rory) víti fyrir að bursta í burtu sand sem var ekki á flöt en lá milli bolta hans og flaggsins.

Í það sinn var það spilafélagi hans, Luke Donald, sem benti á mistökin og Rory viðurkenndi að báðir, þ.e. Donald og Renwick hefðu breytt rétt. „Það verður að fara eftir reglum leiksins og hann (Renwick) var bara að benda á nokkuð sem honum fannst athugunarvert.“

Rory sagði: „Hann var bara að gera það sem allir myndu hafa gert.“

Þetta atvik kastaði svolitlum skugga á það að Craig Lee var á þeim tíma í stöðu til að ná fyrsta titli sínum á Evrópumótaröðinni og glæsiskori Phil Mickelson upp á 63 högg á 3. hring!

Rory lauk sem segir keppni í 2. sæti sem hann deildi með Phil Mickelson aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum Pablo Larrazabal og sem segir má segja að vítið hafi kostað hann sigurinn!!!