Viðtalið: Ólöf María Einarsdóttir, GHD
Viðtalið í kvöld er við Íslandsmeistara stelpna í holukeppni og höggleik 2013. Hún býr á Dalvík ásamt foreldrum sínum og er ein af unglingunum þaðan sem segja má að hafi slegið í gegn á Íslandsbankamótaröðinni s.l. sumar. Jafnframt er viðmælandi kvöldsins stigameistari í stelpuflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2013. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Ólöf María Einarsdóttir. Í hvaða klúbb ertu félagi?: Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD). Hvar og hvenær fæddistu?: Á Akureyri, 9. apríl 1999. (Innskot: Ólöf María á sama afmælisdag og golfsnillingurinn Seve Ballesteros!) Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég á mömmu, pabba og tvo bræður einn yngri og einn eldri. Mamma spilar smá og yngri Lesa meira
Rory: „Dubai er heimili mitt að heiman“
Fyrir 5 árum í þessari viku tryggði Rory McIlroy fyrsta sigur sinn í atvinnumóti, þegar hann sigraði Omega Dubai Desert Classic, 2009 …. átti 1 högg á þann sem næstur kom, Justin Rose. Omega Dubai Desert Classic er einmitt mót vikunnar á Evrópumótaröðinni núna í nk. viku. Sem áhugamanni hafði Rory verið boðið tvisvar áður í mótið – þ.e. 2007 sem var fysta reynsla hans af atvinnumóti – og síðan þá hafa tengsl hans við Dubai stöðugt styrkst. Nú er Omega Dubai Desert Classic mótið haldið í 25. sinn og af því tilefni tók The National langt og mikið viðtal við Rory, sem aðeins verður gripið niður í hér. Spurning: Lesa meira
Ástæðan fyrir að Tiger var að spila illa?
Í þýska dagblaðinu Express segir í dag að Lindsey Vonn , kærasta Tiger, sé æf af reiði. Kannski að þar sé komin skýringin á slæmu gengi hans á Torrey Pines í gær? Fyrst meiddi Lindsey sig í hnénu þannig að hún getur ekki tekið þátt í Ólympíuleikunum í Sochi og nú á Tiger að vera dottinn í sama farið!!!!!! Fyrrum (eða e.t.v. verðandi) hjákona Tiger, Rachel Uchitel á að hafa verið að reyna eitthvað við hann aftur og Tiger á síður en svo að hafa verið fráhverfur tilburðum hennar. Rachel á m.a. að hafa beðið Tiger um að hitta sig. Lindsey er sögð afar hrædd um Tiger skv. bandaríska slúðurblaðinu National Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sir Henry Cotton – 26. janúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Sir Henry Thomas Cotton, KCMG og MBE, en hann fæddist 26. janúar 1907 og hefði því orðið 107 ára í dag, hefði hann lifað, en Henry dó 22. desember 1987 og er því 27 ára afmæli dánardægurs hans jafnframt síðar á þessu ári. Henry fæddist í Holmes Chapel í Cheshire á Englandi. Hann er þekktastur fyrir að hafa unnið Opna breska risamótið þrisvar sinnum, 1934, 1937 og 1948. Eins var Sir Henry 4 sinnum í breska Ryder Cup liðinu og fyrirliði þess tvívegis. Eftir að hann hætti keppnisgolfi varð hann golfvallararkítekt við góðan orðstír, en hann hannaði m.a Le Meridien Penína golfvöllinn frábæra í Portúgal. Sir Henry Cotton Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Joanna Klatten?
Joanna Klatten sigraði í dag NSW Open í Oatlands golfklúbbnum í New South Wales, Ástralíu. Fram til dagsins í dag hefir besti árangur hennar á Evrópumótaröð kvenna verið 4. sætið og lægsti hringur hennar í atvinnumannamóti til þessa verið 65 högg! Hún bætti því hvorutveggja í dag þegar hún setti nýtt vallarmet í Oatlands golfklúbbnum upp á 9 undir pari, 63 högg, varð í 1. sæti og nældi sér í fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna. En hver er Joanna Klatten? Joanna fæddist í París 2. mars 1985 og er því 28 ára. Joanna byrjaði að spila golf 8 ára og það var fjölskylda hennar sem kom henni af stað Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Gary Woodland?
Gary Woodland leiðir á Farmers Insurance Open fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í kvöld, 26. janúar 2014. Hver er kylfingurinn Gary Woodland? Það mætti svara því svo til að Woodland sé uppáhaldskylfingur stigameistara Íslandsbankamótaraðarinnar í piltaflokki 2013; Arons Snæs Júlíussonar, og af þeim á 3. hundrað viðtala sem Golf 1 hefir tekið við íslenska kylfinga, þá er Aron Snær sá eini sem sagt hefir Woodland vera uppáhaldskylfing sinn. Gary Woodland er fæddur 21. maí 1984 í Topeka, Kansas og er því 29 ára. Hann er 1.85 m og 91 kg. Woodland komst á PGA Tour eftir að hafa landað 14. sætinu í úrtökumóti fyrir mótaröðina 2010 m.ö.o. hann varð T-11 Lesa meira
ALPG: Joanna Klatten sigraði á NSW Open með nýju vallarmeti 63 höggum!
Það var franski kylfingurinn Joanna Klatten, sem sigraði á New South Wales Open – og það með stæl – hún spilaði lokahringinn á 9 undir pari, 63 höggum, sem var nýtt vallarmet í Oatlands golfklúbbnum í New South Wales. Samtals spilaði Klatten á 16 undir pari, 200 höggum (70, 67, 63). Klatten sem er nr. 158 á Rolex-heimslista kvenna sagði að sér liði æðislega eftir sigurinn og að völlurinn hefði fullkomlega hentað leikstíl hennar. „Ég vissi að ég væri að hefja lokahringinn 3 höggum á eftir sem er ekkert, sérstaklega á þessum velli. Það er hægt að vera aggressívur hérna og aðstæðurnar voru frábærar og mér fannst ég hafa stjórn Lesa meira
LPGA: NY Choi leiðir fyrir lokahringinn á Bahamas
Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu leiðir fyrir lokahringinn á Pure Silk Bahamas LPGA Classic. Hún er búin að spila á samtals 15 undir pari, 204 höggum (79 68 66). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er bandarísk-mexíkanska stúlkan Lizette Salas, sem enn er á höttunum eftir 1. sigri sínum á LPGA. Þriðja sætinu deila síðan Paula Creamer og Jessica Korda á samtals 12 undir pari, 207 höggum þ.e. 3 höggum á eftir Choi. Þrjár deila 5. sætinu þ.á.m. fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Stacy Lewis og sex deila 8. sætinu þ.á.m hin 16 ára Lydia Ko og Michelle Wie. Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring Pure Lesa meira
PGA: Gary Woodland efstur e. 3. hring Farmers
Það er Gary Woodland sem leiðir fyrir lokahring Farmers Insurance Open mótsins, sem fram fer í Torrey Pines, í La Jolla, Kaliforníu. Woodland er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum (65 73 70). Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir eru þeir Marc Leishman frá Ástralíu og Jordan Spieth frá Texas. Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring Farmers Insurance mótsins, sem leikinn verður í kvöld SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Torrey Pines SMELLIÐ HÉR:
PGA: Tiger á 79 höggum – spilar ekki á sunnudag
Nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods, byrjar árið 2014 illa. Hann var við keppni á Farmers Insurance Open á Torrey Pines, í La Jolla, Kaliforíu, en spilaði 7 holur á 9 yfir pari og lauk 3. hring nú rétt í þessu á 79 höggum – sem er hæsta skor hans á Torrey Pines og munar 2 höggum á næstversta skori hans. Þetta leiðir til þess að hann nær ekki niðurskurðinum eftir 54 holur í fyrsta sinn á ferlinum. Þegar Tiger kláraði nú áðan var aðeins Michael Block á verra skori á hann af þeim 81 sem keppa á 3 hring Farmers Insurance mótsins. Eftir 54 holur verður skorið niður í Lesa meira










