Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2014 | 20:00

Viðtalið: Ólöf María Einarsdóttir, GHD

Viðtalið í kvöld er við Íslandsmeistara stelpna í holukeppni og höggleik 2013. Hún býr á Dalvík ásamt foreldrum sínum og er ein af unglingunum þaðan sem segja má að hafi slegið í gegn á Íslandsbankamótaröðinni s.l. sumar. Jafnframt er viðmælandi kvöldsins stigameistari í stelpuflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2013.

Ólöf María Einarsdóttir, stigameistari í stelpuflokki 2013 - tekur við verðlaunum á verðlaunahófi GSÍ 15. september 2013. Lengst til hægri: Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. Mynd: Golf 1

Ólöf María Einarsdóttir, stigameistari í stelpuflokki 2013 – (f.m) tekur við verðlaunum á verðlaunahófi GSÍ 15. september 2013. Lengst til hægri: Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. Mynd: Golf 1

Hér fer viðtalið:

Fullt nafn: Ólöf María Einarsdóttir.

Í hvaða klúbb ertu félagi?: Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD).

Hvar og hvenær fæddistu?: Á Akureyri, 9. apríl 1999.  (Innskot: Ólöf María á sama afmælisdag og golfsnillingurinn Seve Ballesteros!)

F.v.: KInga Korpak, GS, 2. sæti; Íslandsmeistarinn í höggleik 2013 Ólöf María Einarsdóttir, GHD og Sunna Björk Karlsdóttir, GR, 3. sæti. Mynd: GSÍ

F.v.: Kinga Korpak, GS, 2. sæti; Íslandsmeistarinn í höggleik 2013 Ólöf María Einarsdóttir, GHD og Sunna Björk Karlsdóttir, GR, 3. sæti. Mynd: GSÍ

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég á mömmu, pabba og tvo bræður einn yngri og einn eldri. Mamma spilar smá og yngri bróðir minn æfir á sumrin, en stóri bróðir minn er hættur og pabbi er ekkert í golfi.

Hvenær byrjaðir þú í golfi? Þegar ég var 4 ára.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Stóri bróðir minn var í golfi og golfæfingarnar voru við hliðina á leikskólanum mínum svo að mamma kom alltaf og náði í töskurnar og ég fór á æfingu. Ég fékk ekkert um það ráðið.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli.

Hvort líkar þér betur  holukeppni eða höggleikur?  Holukeppni af því að staðan getur breyst svo hratt og það er alltaf spennandi.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?    Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum.

Frá Vestmannaeyjavelli Mynd: eyjafréttir.is

Frá Vestmannaeyjavelli Mynd: eyjafréttir.is

Hefir þú spilað alla velli á Íslandi?  Nei.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?   Cooke völlurinn í Vierumäki í Finnlandi.

Cooke golfvöllurinn í Vierumäki, Finnlandi, hannaður af kanadíska golfvallarhönnuðnum Graham Cooke,  er uppáhaldsgolfvöllur Ólafar Maríu erlendis

Cooke golfvöllurinn í Vierumäki, Finnlandi, hannaður af kanadíska golfvallarhönnuðnum Graham Cooke, er uppáhaldsgolfvöllur Ólafar Maríu erlendis

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju?  Golfvöllurinn Lónkot í Skagafirði, af því þegar ég spilaði þar voru kóngulóarvefir á stönginni á flötunum nánast allsstaðar.   (Innskot: Komast má á heimasíðu Lónkots með því að SMELLA HÉR: )

Golfvöllurinn í Lónkoti, Skagafirði er eitt af kraftaverkum íslensks golfs - hann er eini golfvöllur landsins sem liggur á 66° breiddargráðu og honum er viðhaldið af húsráðanda og syni hans einum  - Þegar Ólöf María spilaði völlinn voru því miður kóngulóarvefir á flaggstöngum vallarins, sem gleymst hefir að þvo af daginn sem Ólöf María spilaði völlinn.  Þess mætti hins vegar geta að Lónkot er að öðru leyti mjög snyrtilegur og hlaut m.a. umhverfisverðlaun Skagafjarðar 2005.

Golfvöllurinn í Lónkoti, Skagafirði er eitt af kraftaverkum íslensks golfs – hann er eini golfvöllur landsins sem liggur á 66° breiddargráðu og hann er hirtur og honum er viðhaldið af húsráðanda einum – Þegar Ólöf María spilaði völlinn voru því miður kóngulóarvefir á flaggstöngum vallarins, sem gleymst hefir að þvo af þann dag, sem Ólöf María spilaði völlinn. Þess mætti hins vegar geta að Lónkot er að öðru leyti mjög snyrtilegt og hlaut m.a. umhverfisverðlaun Skagafjarðar 2005.

Hvað ertu með í forgjöf?  6,7.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?    69 högg eða 1 undir pari á Arnarholtsvelli á Dalvík núna í sumar.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Ég vann tvo Íslandsmeistaratitla í sumar og og fór tvisvar holu í höggi á innan við 4 vikum. 

Hefir þú farið holu í höggi? Já, tvisvar.

Ólöf María Einarsdóttir, GHD fór tvisvar sinnum holu í höggi 2013.  Glæsilegt hjá þessari 14 ára stelpu! Mynd: Örnólfur Aðalsteinsson

Ólöf María Einarsdóttir, GHD fór tvisvar sinnum holu í höggi 2013. Glæsilegt hjá þessari 14 ára stelpu! Mynd: Örnólfur Aðalsteinsson

Spilar þú vetrargolf?  Nei.

Hvaða nesti ertu með í pokanum? Ég er alltaf með brauð, drykki, orkustangir, svo er ég oft með hnetur, rúsinur og ber blandað í poka.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, ég var í fimleikum, frjálsum, hestum og fótbolta þegar ég var yngri og svo er ég ennþá á skíðum.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? uppáhaldsdrykkur? uppáhaldstónlist? uppáhaldskvikmynd?  uppáhaldsbók? og uppáhaldsgolfbók?   Uppáhaldsmatur er kjúklingasúpa; uppáhaldsdrykkur er goji berry safi; uppáhaldstónlist er; flest allt; Uppáhaldskvikmynd: ég horfi mjög lítið á myndir; Uppáhaldsbók: les ekki nema það sem ég þarf að lesa; Uppáhaldsgolfbók: hef ekki lesið neina golfbók.

Notarðu hanska og ef svo er hverskonar? Já, ég nota Puma.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?   Kk.: Tiger Woods; Kvk: Suzann Pettersen.

Hvert er draumahollið?   Ég og….  Tiger, Adam Scott og Phill Mickelson.

Ólöf María Einarsdóttir, GHD, á 7. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2013 í Grafarholtinu - Ólöf María vann í sínum aldursflokki! Mynd: Golf 1

Ólöf María Einarsdóttir, GHD, á 7. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2013 í Grafarholtinu – Ólöf María vann í sínum aldursflokki! Mynd: Golf 1

Hver er uppáhaldskylfan þín og hvað er í pokanum hjá þér?    Uppáhaldskylfan mín er 56° fleygjárnið mitt. Ég er með 910 Titleist driver, Exotics 4 tré og hybrid; PING i20 járn pw-5; MD fleygjárn 52°, 54° og 56° og TaylorMade Ghost pútter.

Hefir þú verið hjá golfkennara og ef svo er hverjum? Já, Heiðari Davíð (Bragasyni) og Árna Jónssyni.

Hver er besti golfkennari á Íslandi? Get ekki gert upp á milli Árna og Heiðars.

Ertu hjátrúarfull í golfinu og ef svo er hvernig birtist það? Já, ég verð alltaf að vera með eins merkta bolta og ef ekkert gengur þá bæti ég við línu með öðrum lit.

Hver er meginmarkmiðið í golfinu og lífinu? Komast í góðan háskóla í Bandaríkjunum og auðvitað er markmiðið atvinnumennska. Í lífinu er það bara að hafa gaman.

Hvað finnst þér best við golfið? Útiveran og að það er alltaf hægt að bæta sig.

Sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni í stelpuflokki. F.v.: Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, 2. sæti; Ólöf María Einarsdóttir, GHD, Íslandsmeistari og Hekla Sóley Arnarsdóttir, GK, 3. sæti Mynd: Golf 1

Sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni í stelpuflokki. 15. júní 2013 á Leirdalsvelli.  F.v.: Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, 2. sæti; Ólöf María Einarsdóttir, GHD, Íslandsmeistari og Hekla Sóley Arnarsdóttir, GK, 3. sæti Mynd: Golf 1

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 80% svona sirka held ég.

Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Bara hafa gaman 🙂

Svona að lokum skulum við líta aðeins yfir liðið sumar:

Hvað er eftirminnilegast af golfvellinum hjá þér á s.l. ári  (2013)?:   Íslandsmeistaratitlarnir.

Hver fannst þér standa sig best á Eimskipsmótaröðinni?   Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.

Hver fannst þér standa sig best á Íslandsbankamótaröðinni?   Gísli Sveinbergsson, GK.

Hver eru markmiðin hjá þér fyrir næsta sumar?  Að verða aftur Íslandsmeistari.