Rachel Uchitel, 39 ára, fyrrum hjákona Tiger sem eignaðist barn 2012.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2014 | 18:00

Ástæðan fyrir að Tiger var að spila illa?

Í þýska dagblaðinu Express segir í dag að Lindsey Vonn , kærasta Tiger, sé æf af reiði.  Kannski að þar sé komin skýringin á slæmu gengi hans á Torrey Pines í gær?

Fyrst meiddi Lindsey sig í hnénu þannig að hún getur ekki tekið þátt í Ólympíuleikunum í Sochi og nú á Tiger að vera dottinn í sama farið!!!!!! Fyrrum (eða e.t.v. verðandi) hjákona Tiger, Rachel Uchitel á að hafa verið að reyna eitthvað við hann aftur og Tiger á síður en svo að hafa verið fráhverfur tilburðum hennar.

Rachel á m.a. að hafa beðið Tiger um að hitta sig.

Lindsey er sögð afar hrædd um Tiger skv. bandaríska slúðurblaðinu National Enquirer, sem reyndar var fyrst með fréttina um framhjáhöld Tiger 2009.

Tiger á að hafa séð mynd af Rachel og sagt hversu heit honum þyki hún enn, sem olli heilmiklu afbrýðiskasti Lindsey, sem bætti ekki stöðuna því Tiger lítur á afbrýðisásakanir sem hún bar fram sem „sambandsskemmi.“

Fyrir þá sem lesa þýsku má sjá fréttina um Lindsey Vonn, Rachel Uchitel og Tiger í Express í dag með því að SMELLA HÉR: