
Hver er kylfingurinn: Gary Woodland?
Gary Woodland leiðir á Farmers Insurance Open fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í kvöld, 26. janúar 2014. Hver er kylfingurinn Gary Woodland?
Það mætti svara því svo til að Woodland sé uppáhaldskylfingur stigameistara Íslandsbankamótaraðarinnar í piltaflokki 2013; Arons Snæs Júlíussonar, og af þeim á 3. hundrað viðtala sem Golf 1 hefir tekið við íslenska kylfinga, þá er Aron Snær sá eini sem sagt hefir Woodland vera uppáhaldskylfing sinn.
Gary Woodland er fæddur 21. maí 1984 í Topeka, Kansas og er því 29 ára. Hann er 1.85 m og 91 kg. Woodland komst á PGA Tour eftir að hafa landað 14. sætinu í úrtökumóti fyrir mótaröðina 2010 m.ö.o. hann varð T-11 ásamt 4 öðrum og hlaut því kortið sitt á mótaröðina 2011.
Strax á nýliðaári sínu á PGA Tour, 2011, sigraði hann í Transitions mótinu í Innisbrook, Bandaríkjunum.
Lokahringur hans er nokkuð minnisstæður, þar eð hann fekk bara 1 par á seinni 9 þ.e. á 18. braut.; en að öðru leyti fékk hann fugla á allar brautir nema 11.; 15. og 16. brautirnar, þar sem hann var með skolla; annar hringur upp á 67 högg staðreynd.
Gary þykir óhemjuhögglangur, en er auk þess mjög góður púttari.
Fyrir sigur sinn í Transitions mótinu hlaut Gary $990.000 (u.þ.b. 116 milljónir íslenskra króna) og 2 ára undanþágu til þess að spila á PGA mótaröðinni og í aukabónus fékk hann að keppnisrétt á 2012 Masters risamótinu, sem hann varð þó því miður að draga sig úr.
Þetta var fyrsti sigur Gary eftir að hafa tekið þátt í 33 mótum á PGA – og þetta var fyrsti sigur hans í 3 ár, en þar áður sigraði síðast árið 2008 á High Plains Pro-Am í Kansas. Annar sigur Woodland kom í Reno Tahoe Open 2013 – Spurning hvort hann bæti 3. PGA Tour sigrinum við í kvöld?
Menntun
Gary Woodland var í Shawnee Heights High School í úthverfi Tecumseh.
“Þegar ég var yngri tók ég þátt í íþróttum,” sagði Gary á blaðamannafundi í Innisbrook eftir sigurinn. “Ég spilaði hafnabolta þar til ég var 16 ára. Ég spilaði körfubolta eitt ár í háskóla og byrjaði í raun ekki að keppa í golfi fyrr en í háskóla – nú erum ég og þjálfari minn að reyna að taka allt sem ég hef lært um keppnir og nýta okkur það í golfinu.“
Eftir menntaskóla (ens.: high school) fékk Gary inni í Washburn University á körfuboltaskólastyrk, en hætti strax eftir 1 árið eftir að hafa fengið golfskólastyrk í University of Kansas. Golfferill hans í háskólagolfinu var mjög farsæll og árið 2007 gerðist hann atvinnumaður í golfi. “Ég gerði mér grein fyrir að það eru ekki margir 1,9 metra háir, hvítir gaurar að spila í NBA,“ sagði Gary brosandi á blaðamannafundi eftir Bob Hope Classic mótið 2010 þar sem hann tapaði í umspili fyrir öðrum nýliða á PGA mótaröðinni, Venezuelamanninum viðkunnanlega, Jhonattan Vegas.
Woodland útskrifaðist með gráðu í félagsfræði frá University of Kansas 2007, eftir að hafa spilað 4 ár í bandaríska háskólagolfinu.
Atvinnumennskan
Fyrstu árin 2007 og 2008 spilaði hann á National Wide Tour (Nú Web.com Tour). Árið 2009 var slæmt ár fyrir Gary – hann átti í axlarmeiðslum í vinstri öxl, fór í uppskurð í ágúst 2009 og varð að vera frá keppni „heila meðgöngu“, í 9 mánuði.
Hann gerði lítið annað en að æfa fyrir Q-school seinni part 2010 og komst í gegn í desember 2010 eins og áður segir og er, með sigri sínum á Transitions 2011 tryggði hann sér fast sæti á PGATour önnur 2 ár!
Besti árangur Woodland 2012 var T-1 árangur á Tavistock Cup 20. mars það ár. Woodland tók árið 2012 þátt í 23 mótum á PGA Tour; þar af dró hann sig úr the Masters risamótinu og náði ekki niðurskurði í 6 skipti.
4. ágúst 2013 tryggði hann sér 2. sigur sinn á PGA Tour á Reno Tahoe Open. Hann spilaði í 26 mótum 2013 og komst í 22 skipti í gegnum niðurskurð. Woodland náði ekki niðurskurði í 3 mótum í upphafi árs og dró sig úr Travelers mótinu.
Í dag 26. janúar 2014 er Woodland í 57. sætinu á heimslistanum. Hann hefir það sem af er árs tekið þátt í 4 mótum á PGA Tour, m.a. lék hann í Hyndai Tournament of Champions vegna sigurs síns í Reno Tahoe. Þar er eftirminnilegastur glæsiörn Woodland á par-4 7. braut á 2. hring mótsins, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Spurning með Farmers Insurance Open nú í kvöld? Vinnur hann 3. sigur sinn á PGA Tour?
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022