Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2014 | 10:30

Hver er kylfingurinn: Scott Stallings?

Scott Stallings veit það eflaust ekki en hann á sama afmælisdag og annar frábær kylfingur, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, í GK en bæði eiga afmæli 25. mars, Stallings er að vísu fæddur 1985 og er 28 ára en Guðrún Brá  er fædd 1994 og 9 árum yngri.  Þar að auki fæddist Stallings í Worcester, Massachusetts.

Stallings var í  Oak Ridge menntaskólanum í Oak Ridge, Tennessee og var all-state kylfingur og framúrskarandi námsmaður (þ.e. 4 ár á Dean’s List, sem þykir mikill heiður í Bandaríkjunum, en á lista skólastjóra komast aðeins bestu námsmennirnir). Eftir menntaskóla fór hann í  Tennessee Tech, þar sem hann var tvö ár í röð Ohio Valley Conference leikmaður ársins, vann 7 mót og varð All-American, 2006.

Atvinnumannsferill Scott Stallings

Árin 2008 og 2o09 spilaði Stallings á Tarheel Tour og NGA Hooters Tour. Árið 2009 fór hann í fyrsta sinn í úrtökumót fyrir PGA Tour og þar missti hann af kortinu sínu með 1 ergilegu höggi!  En með þessum góða árangri fékk hann keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Hann náði að komast í gegnum niðurskurð þar 19 sinnum af þeim 28 mótum sem hann tók þátt í og varð í 53. sæti á Áskorendamótaröðinni (sem þá hét Nationwide Tour en heitir nú Web.com Tour).

Scott Stallings fór aftur í Q-school 2010 og varð T-11 og hlaut þ.a.l. kortið sitt á PGA Tour fyrir 2011 keppnistímabilið. Hann strögglað svolítið til að byrja með og komst ekki í gegnum niðurskurð í 5 mótum sem han tók þátt í. Síðan varð hann T-42 í Puerto Rico Open og fyrsti tékkinn í höfn. Á næsta móti Transitions Championship varð hann í 3. sæti. Þökk sé æfingafélaga hans, Kenny Perry, sem styrktur er af styrktaraðila mótsins Transitions Optical og er með sama umboðsmann og Stallings komst Stallings inn í mótið í boði styrktaraðila. Þriðja sætið er besti árangur sem nokkur hefir náð spilandi í móti í boði styrktaraðila.

Stallings sigraði á Greenbrier Classic mótinu í júlí 2011 og var það fyrsti PGA Tour sigur hans. Þrátt fyrir nokkuð ströggl á lokahringnum var Stallings fær um að komast í 3 manna bráðabana. Hann fékk fugl á fyrstu holu bráðabanans en andstæðingar hans Bob Estes og Bill Haas fengu par og því var titillinn hans.

Með þessum sigri fór Stallings úr 88. sætinu á FedEx Cup stigalistanum í 26. sæti. Jafnframt færðist hann úr 224. sæti heimslistans í 119. sætið eftir að hann hafði hafið árið í 562. sætinu. Með sigrinum fékk Stallings líka þátttökurétt í WGC-Bridgestone Invitational 2011, PGA Championship risamótið 2011, the Masters risamótið 2012 og Players Championship, 2012.Stallings vann 2. sigur sinn á PGA mótaröðinni á síðasta ári, 2012, í True South Classic mótinu.

Þann 26. janúar 2014 vann Stallings síðan Farmers Insurance Open mótið.

Heimild: Wikipedia