Phil Mickelson
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 10:30

Mickelson með bakverk – ætlar samt að reyna að vera með í Phoenix

Phil Mickelson, fann fyrst fyrir bakeymslum í Abu Dhabi og dró sig úr  Farmers Insurance Open í Torrey Pines eftir aðeins 36 holur. Hann sagðist ekki ætla að taka hættuna á að þróa með sér slæma ávana til þess að komast hjá verkjum í sveiflunni.

Phil hitti Tom Boers, baklækni sem sagði honum að hryggjarliðir í honum hefðu læstst.  Í fréttatilkynningu frá Phil sagði m.a. eftirfarandi: „Tom kom því í verk að ég get aftur hreyft mig en ég er enn bólginn og bólgan tekur eina til tvær vikur að hjaðna.“

Mickelson var næstum á 59 höggum í fyrra á 1. hring á  TPC Scottsdale á síðasta ári og sigraði í Phoenix, en Waste Management Phoenix Open er mót þessarar viku á PGA Tour. Hann útskrifaðist frá Arizona State og bjó eitt sinn í Scottsdale.

Mickelson ætlar sér að fljúga til Arizona á miðvikudaginn og ætlar sér að spila.

„Ef þetta væri eitthvert annað mót myndi ég sleppa því,“ sagði Mickelson.  „En ég á titil að verja, þetta er annar heimabær minn og ég elska mótið.  Ég ætla að taka létta æfingu og ef það fer vel, ætla ég að reyna að spila.“

Mickelson er skráður í mótið AT&T Pebble Beach National Pro-Am vikuna þar á eftir, þar sem hann er fimmfaldur meistari.  Hann spilar ekki á  Riviera eða í the Match Play Championship vegna þess að elsta dóttir hans í 9. bekk í nýjum skóla er í vorfríi fyrr en hin tvö börn Mickelson.

Ef hann spilar ekki vestra þessar tvær vikur, þá hefir Mickelson aðeins spilað 36 holur í Vesturstrandarsveiflunni, þar sem hann hefir sigrað í 19 mótum af 42 sigrum sínum á PGA Tour.

„Mig klæjar í puttana að spila,“ sagði Mickelson. „En ég verð að horfa á heildarmyndina. Ég er með fjölda móta sem ég vil spila í og spila vel í, þ.á.m. risamótin, þannig að ég verð að vera raunsær um hvernig mér líður til skamms tíma litið.“

Sjá má myndskeið af því þegar Phil missti naumlega af því að vera á 59 höggum í Phoenix í fyrra SMELLIÐ HÉR: