Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 13:45

Cheyenne Woods með í Symetra móti

Cheyenne Woods, sem sigraði nú fyrir skemmstu á fyrsta móti sínu á Evrópumótaröð kvenna og ALPG þ.e. áströlsku kvenmótaröðinni, (en báðar mótaraðir stóðu að mótinu) tekur þátt í opnunarmóti Symetra mótaraðarinnar, í Mesa, Arizona, en Symetra mótaröðin  er einskonar 2. deild eða stökkbretti á LPGA mótaröðina.

Cheyenne spilar þar í boði styrktaraðila, m.a. vegna þess hversu mikla athygli sigur hennar í Ástralíu vakti í Bandaríkjunum.

Með henni í ráshóp í gær voru Louise Friberg og Jaclyn Sweeney.

Cheyenne spilaði fyrsta hringinn á 3 yfir pari, 75 höggum og er í 81. sæti en 119 keppendur eru í mótinu.

Það eru hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar sem deila 1. sætinu á 5 undir pari og er Cheyenne því 8 höggum á eftir. Meðal þeirra sem eru í forystu er Mallory Blackwelder (en sjá má kynningu Golf 1 á fjölskyldu hennar með því að SMELLA HÉR: )

Til þess að sjá stöðuna í Visit Mesa Gateway Classic SMELLIÐ HÉR: