Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 10:45

GSG: Kirkjubólsvöllur opinn

Á heimasíðu Golfklúbbs Sandgerðis er eftirfarandi fréttatilkynning:

„Kirkjubólsvöllur verður opinn um helgina og ástand hans er bara nokkuð gott miðað við árstíma.  Við erum byrjuð að bera á sumar brautir og sílamáfurinn er að skila sér heim.  Vorið er því að koma hér Suður með sjó og ekki seinna vænna að koma sér í gott golfform fyrir sumarið. Á meðfylgjandi mynd sjáum við hvernig ástandið var fyrir hálfum mánuði og ekki hefur það versnað.  Vallargjald aðeins kr. 2.000 og kr. 3.000 fyrir hjón. Opið inn á sumargrín allt árið.“