Heimsmótið í holukeppni 2014: Hápunktar 3. umferðar – Myndskeið
Ýmislegt óvænt og fréttnæmt gerðist í 16 manna úrslitum í heimsmótinu í holukeppni. Sjá má hápunkta 3. umferðar á Dove Mountain, í Marana, Arizona með því að SMELLA HÉR:
Gary Player riðill
Fyrst ber að geta að hinn ungi Jordan Spieth sigraði þann sem á titil að verja í mótinu Matt Kuchar með minnsta mun og virðist Spieth nærri óstöðvandi! Spieth mætir Ernie Els, en sá síðarnefndi vann Jason Dufner með minnsta mun.
Fyrsti leikur í 8 manna úrslitum 4. umferðar, sem fram fer í dag er því ferskleiki á móti reynslu Spieth g. Els.
Ben Hogan riðill
Hinn ungi Rickie Fowler, sem búinn er að ryðja burt ótrúlega sterkum keppinautum þ.e. Ian Poulter í 1. umferð og „heitasta kylfingi PGA Tour“ Jimmy Walker í 2. umferð; vann enn einn sigurinn í gær í 3. umferð á enn einni stórstjörnunni, Sergio Garcia. Mikið hefir verið gert úr því í fjölmiðlum að Garcia gaf Fowler 5.5 metra pútt á 7. flöt, þegar hann sjálfur átti aðeins 2 metra pútt eftir og bauð að holan félli á jöfnu, sem Fowler þáði auðvitað strax, enda púttin ekki verið upp á það besta hjá honum. Garcia átti þá 2 holur á Fowler, en Fowler tókst engu að síður að vinna muninn upp og sigraði Sergio með minnsta mun 1&0. Fowler mætir Jim Furyk, en sá var áður búinn að sigra enn eina rísandi stjörnuna á PGA Tour, Harris English, með minnsta mun. Enn einn leikurinn þar sem ferskleiki mætir reynslu Fowler g. Furyk.
Bobby Jones riðill
Þar mætir Louis Oosthuizen sem sigraði Webb Simpson fremur auðveldlega (5&4) Jason Day. Day var áður búinn að vinna George Coetzee 3&1. Leikur í Bobby Jones riðli í 4. umferð er því Oosthuizen g. Day.
Sam Snead riðill
Þar mætast Graeme McDowell (sem vann Hunter Mahan með minnsta mun á 21. holu) og Victor Dubuisson (sem sló út Bubba Watson 1&0). Spurning hvort „Mozart“ þ.e. Victor Dubuisson (nefndur Mozart vegna fallegrar sveiflu sinnar), sem er óþekktasti kylfingurinn í 8 manna úrslitum takist að sigra GMac? Leikur Sam Snead riðils í 4. umferð er því Dubuisson g. McDowell.
Hvaða 4 lifa slaginn af í 8 manna úrslitunum? Margar spár eru í gangi og hér er spá Golf 1: Spieth og Fowler vinna Els og Furyk með minnsta mun. Golf 1 hefir trú á að ungi sprengikrafturinn hafi betur gegn þreyttum reynsluboltum. Day hefir betur gegn Oosthuizen, einfaldlega vegna þess að Day er ótrúlegur í holukeppni og Dubuisson sigrar GMac óvænt – spáin verður að vera með eitthvað óvænt element og þetta gæti verið óvæntu úrslit dagsins. Dubuisson er að nokkru óskrifað blað og ekki eins þekktur og GMac, þannig að margir myndu eflaust fremur veðja á GMac. En þeir sem fylgjast með frönsku golfi vita að í holukeppni standast fáir Dubuisson á fæti í og þetta er sjénsinn hans til að vekja athygli á sér í Bandaríkjunum.
Þeir 4 sem skv. spá Golf 1 standa eftir, eftir 4. umferð eru því Spieth, Fowler, Day og Dubuisson.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024