Magnús Birgisson, golfkennari, að kenna ungum kylfingi undirstöðuna í SNAG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 08:30

SNAGkennsla í Kauptúni kl. 10-11

Næstu 4 laugardaga (22. febrúar, 1. mars, 8. mars og 15. mars)  munu fara fram SNAG námskeið í Kauptúni í Garðabæ (beint á móti IKEA), kl. 10-11.

Í SNAG golfi eru kenndar grunnhreyfingarnar í golfinu á skemmtilegan hátt með æfingum og leikjum.

Golfkennarar og SNAG leiðbeinendur á námskeiðinu eru Magnús Birgisson og Rögnvaldur Magnússon.

Verð er kr. 12.500,- fyrir parið.

Þetta er tilvalið námskeið fyrir afa, ömmur, pabba, mömmur og börn að mæta og skemmta sér konunglega saman, því SNAG er fyrir alla!

Skráning er á mpgolf@hissa.is og í síma 775-0660.