Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla í 6. sæti í S-Karólínu eftir fyrri dag
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens, taka þátt í Converse College Spring Invite, en mótið fer fram í Spartanburg, Suður-Karólínu og stendur 24.-25. febrúar. Lokahringurinn verður því spilaður í kvöld. Þetta er fyrsta mót „The Royals“ á vorönn. Í mótinu eru 35 þátttakendur frá 7 háskólum. Íris Katla er í 6. sæti eftir fyrri daginn, sem hún deilir með 2 öðrum. Íris Katla lék á 10 yfir pari, 82 höggum. Golflið Írisar Kötlu, The Royals, þ.e. Queens háskóli er í 3. sætinu í liðakeppninni og Íris Katla á næstbesta skorinu og telur það því í árangri liðsins! Fylgjast má með Írisi Kötlu og „The Royals“ með því að SMELLA Lesa meira
Ghostbusterinn Ramis – leikstjóri Caddyshack látinn
Leikarinn og leikstjórinn Harold Allen Ramis er látinn 69 ára að aldri (f. 21. nóvember 1944 – 24. febrúar 2014). Hann var e.t.v. þekktastur sem leikari fyrir leik sinn sem Egon Spengler í kvikmyndinni Ghostbusters (1984) og sem Russel Ziskey í kvikmyndinni Stripes (1981). En Ramis var ekki síður þekktur sem leikstjóri og meðal þekktustu og vinsælustu kvikmynda, sem hann leikstýrði var golfkvikmyndin Caddyshack (1980) og National Lampoons Vacation (1983), Groundhog Day (1993) og Analyze This (1999). Ramis var tvíkvæntur og á 3 eftirlifandi börn. Banamein hans voru afleiddir sjúkdómar æðabólgu, sem hann greindist með 2010. Hér má sjá myndskeið um gerð Caddyshack SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst bætti sig um 1 högg á 2. hring í Puerto Rico
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU tekur þátt í Puerto Rico Classic mótinu, sem fram fer á River golfvelli Rio Mar Country Club, í Puerto Rico. Þátttakendur eru 75 frá 15 háskólum. Mótið stendur 23.-25. febrúar 2014 og verður lokahringurinn því spilaður í kvöld. Guðmundur Ágúst er samtals búinn að spila á 3 yfir pari, 147 höggum (74 73) og er sem stendur í 41. sæti, sem hann deilir með 4 öðrum. Hann bætti sig því um 1 högg, annan daginn og fór upp um eitt sæti í einstaklingskeppninni. Á 2. hring fékk Guðmundur Ágúst 2 fugla, skolla og slæman skramba á langri par-4 9. holu River golfvallarins. Guðmundur Ágúst er Lesa meira
Heimslistinn: Jason Day í 4. sæti!
Með sigri sínum á heimsmótinu í holukeppni skaust Jason Day upp í 4. sætið á heimslistanum, en það er það hæsta sem hann hefir komist. Þetta þýðir að allir sem voru fyrir ofan Day færast niður um eitt sæti þ.á.m. er fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, dottinn úr 7. niður í 8. sætið og færist alltaf neðar og neðar. Rickie Fowler sem varð í 3. sæti á heimsmótinu í holukeppni eftir að hafa sigrað Ernie Els í leik um 3. sætið er kominn á topp-50 aftur, þ.e. kominn í 38. sætið úr 56. sætinu. Efstu 10 á heimslistanum eru eftirfarandi: 1 Tiger Woods 10,27 stig 2 Adam Scott 8.79 stig Lesa meira
LPGA: Hápunktar lokahrings Honda LPGA Thailand – Myndskeið
Hin sænska Anna Nordqvist var á 4 undir pari, 68 höggum s.l. sunnudag (23. febrúar 2014) á Honda LPGA Thailand mótinu, þegar hún vann 3. titil sinn á LPGA mótaröðinni. Þessi 26 ára stúlka frá Svíþjóð var á samtals 15 undir pari og 2 höggum betri heldur en nr. 1 á heimslistanum Inbee Park, sem varð í 2. sæti. „Ég er orðlaus ef ég á að vera hreinskilin,“ sagði Nordqvist eftir sigurinn. „Það eru nokkur ár síðan að ég vann síðast. Ég hef verið að vinna mjög mikið í leik mínum og það hefir verið svona upp og niður. Ég gæti ekki verið hamingjusamari hér. Þetta var svo erfitt á seinni Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Ragnar Már spila í Moe O´Brien mótinu
Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese spila í Moe O´Brien mótinu. Mótið fer fram dagana 24.-25. febrúar og þátttakendur eru 68 frá 13 háskólaliðum: McNeese State, Abilene Christian, Incarnate Word, New Orleans, Nicholls, Stephen F. Austin, Belhaven, North Dakota, North Dakota State, Prairie View A&M, Texas-Pan American, Texas Southern, og Western Illinois. Mótið fer fram í 51. sinn, en verið er að endurvekja mótið sem ekki hefir verið leikið frá árinu 2005. Það stendur dagana 24.-25. febrúar og verður lokahringurinn því spilaður í dag. Andri Þór er samtals búinn að spila fyrstu tvo hringina á 5 yfir pari, 149 höggum Lesa meira
„Villtu kort“ Jiménez
Fyrirliði Evrópu í Evr-Asíu bikarnum, sem fram fer í Malasíu í næsta mánuði, Miguel Angel Jiménez, tilkynnti um „villtu kort“ sín (bein þýðing úr „wild cards“ á ensku) þ.e. um þá tvo leikmenn, sem hann má sem fyrirliði velja í liðið. Þeir leikmenn, sem urðu fyrir valinu hjá Jiménez eru Daninn Thorbjørn Olesen og landi Jiménez Pablo Larrazabal. Evr-Asíu bikarinn er mót með sama sniði og Ryder bikarinn þ.e. holukeppnismót milli heimsálfa þ.e. Evrópu og Asíu. Þeir Larrazabal og Olesen bætast við þá 8 kylfinga í liði Evrópu, sem komust sjálfkrafa í liðið, þ.e. þá: Thomas Björn, Jamie Donaldson, Victor Dubuisson, Gonzalo Fernandez-Castaño, Stephen Gallacher, Joost Luiten , Graeme McDowell og Jiménez sjálfum. Evr-Asíu bikarinn, sem Lesa meira
Heimsmótið í holukeppni 2014: Töfrahögg Dubuisson í úrslitaleiknum – Myndskeið
Frakkinn Victor Dubuisson bjargaði sér oft með undraverðum töfrahöggum úr að því er virtist óspilanlegum legum í úrslitaleiknum á heimsmótinu í holukeppni, gegn Jason Day. Tom Watson sagði að þetta væru einhver flottustu björgunarhögg sem hann hefði séð á sínum langa ferli. Og Jason Day…. sá gat ekki annað en hlegið svo ótrúlegar voru aðstæðurnar. Hér má sjá tvö ótrúlegustu björgunarhögg Dubuisson eftir að hann hafði slegið bolta sínum út í kyrkingslegan kaktusargróður SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Tessa Teachman (18/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 4 stúlkur sem deildu 15. sætinu (voru jafnar í 10.-14. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 undir pari, 358 högg: Ariane Provot, Kim Williams, Henni Zuel, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Zach Johnson —- 24. febrúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Zach Johnson. Hann er fæddur 24. febrúar 1976 og því 38 ára í dag. Zach Johnson er e.t.v. frægastur fyrir að hafa sigrað á the Masters 2007, en að öðru leyti á hann 11 sigra í beltinu á PGA Tour, þ.á.m. sigraði hann á fyrsta PGA Tour móti ársins 2014: Tournament of Champions, í Hawaii. Að öðru leyti var Zach nýlega í fréttum vegna þess að hann landaði risasamningi við landbúnaðarvélaframleiðandann John Deere, sjá með því að SMELLA HÉR: Zach er kvæntur Kim Barclay og á með henni synina Wyatt og Will. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Ferrier, 24. febrúar 1915- 13. júní Lesa meira










