Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2014 | 15:45

Hver er kylfingurinn: Jason Day?

Jason Day er vann 2. mótið sitt á PGA Tour þegar hann sigraði glæsilega á WGC Accenture Match Play, m.ö.o. heimsmótinu í holukeppni.  Árangur Day hefir verið góður í  nokkrum risamótum, en hann hefir m.a. tvisvar orðið í 2. sæti; þ.e. í the Masters 2011 þegar Charl Schwartzel vann og árið 2011 í Opna bandaríska, þegar Rory McIlroy vann. Í júní 2011 komst Jason í fyrsta sinn á topp-10 á heimslistanum.  Eftir sigurinn á heimsmótinu í holukeppni er Jason nr. 4 á heimslistanum.  Í júlí 2011 var Jason í 7. sæti heimslistans sem er það hæsta, sem hann hafði komist á heimslistanum fram til þessa. En hver er þessi ástralski kylfingur?

Jason Day og eiginkona hans Ellie Harvey

Jason Day og eiginkona hans Ellie Harvey

Jason Day fæddist í Beaudesert, Queensland í Ástralíu 12. nóvember 1987 og er því 26 ára.  Mamma Jason er frá Filippseyjum og pabbi hans var írskur Ástrali.

Jason Day komst í fréttirnar s.l. haust þegar hann missti fjölda ættingja sinna í miklum fellibyl,  sem gekk yfir Filippseyjar, sjá með því að SMELLA HÉR: 

Það var pabbi Jason sem fór með hann í Beaudesert Golf Club og innritaði hann á golfnámskeið þegar hann var litlu eldri en 6 ára. Sem barn mátti hann spila 6 holur á hverjum degi. Þegar Jason var 8 ára fluttist fjölskylda hans til Rockhampton og þá fór Jason að sigra á mótum sem hann var þá farinn að taka þátt í.  Mamma Day sendi hann í skóla í Kooralbyn, sem er aðeins 30 mínútna akstur suður af Beaudesert. Kooralbyn International School var með golfvelli. Seinna sótti Jason Hills International College þar sem var golfmiðstöð að frumkvæði þjálfara síns, Col Swatton, sem fluttist þangað þegar Kooralby skólinn lokaði.

Jason Day fékk lánaða bók um Tiger Woods frá herbergisfélaga sínum og fékk innblástur sinn þaðan og hóf að æfa golf snemma morguns, í hádeginu og á kvöldin. Hann notaði skor Tiger í mótum sem markmið sín. Fyrsti stóri sigur Jason Day kom þegar hann var 13 ára og tók þátt í Australian Masters Junior móti á Gullströndinni þar sem hann vann með skor upp á 87 78 76 76.

Jason Day

Jason Day

Áhugamannsferill

Sem áhugamaður fékk Day tvívegis Australian Junior Order of Merit þ.e. var hæstur á stigalista unglinga í Ástralíu. Hann var í 7. sæti og var leiðandi áhugamaður í Queensland Open. Velgengni hans hélt áfram í Bandaríkjunum þar sem hann vann flokk 15-17 ára pilta í Callaway World Junior Championship, 2004 og varð í 2. sæti í Porter Cup, 2005.

Jason Day

Jason Day

Atvinnumannsferlill

Jason Day gerðist atvinnumaður í golfi í júlí 2006 og eftir að hann vann græna jakka í NEC Masters of the Amateurs skrifaði hann undir styrktarsamninga við TaylorMade og Adidas. og hóf þá þegar að spila í PGA mótum, aðallega í gegnum boð styrktaraðila.  Hann náði niðurskurði í 5 af fyrstu 6 mótunum á PGA Tour og besti árangurinn var 11. sætið á Reno-Tahoe Open þar sem hann vann sér inn $160,000.

Jason fór í Q-school PGA Tour. Hann stóð sig vel í undanúrslitunum en spilaði illa í lokaúrtökumótinu, þar sem munaði 15 höggum að hann væri meðal þeirra sem unnu sér inn kortið sitt. Því fékk hann ekki kortið sitt á PGA Tour 2007 og spilaði á Nationwide Tour 2007.  Day vann fyrsta mótið sitt á Nationwide Tour í júlí 2007, þ.e. Legend Financial Group Classic og varð sá yngsti til þess að sigra á PGA Tour. Sigurinn færði hann í 8. sætið á peningalista PGA Tour. Hann lauk árinu í 5. sæti á peningalista Nationawide og fékk þannig kortið sitt á PGA Tour 2008. Hann átti miðlungs nýliðaár á PGA Tour og var bara með takmarkaðan þátttökurétt á PGA Tour 2009. En 2. sætið á Puerto Rico Open varð til þess að Day hélt kortinu sínu 2010 og hann lauk árinu í 69. sætinu á peningalistanum.

Í maí 2010 varð Jason Day yngstri Ástralinn til þess að sigra á PGA Tour, en það var á HP Byron Nelson Championship. Þá hlaut Day í fyrsta sinn þátttökurétt á risamóti þ.e. Opna breska 2010 eftir að Greg Norman dró sig úr mótinu. Day náði niðurskurði og varð T-60. Í ágúst 2010 tók Day í fyrsta sinn þátt í PGA Championship þar sem 66 högg á laugardeginum urðu til þess að hann lauk keppni á samtals 7 undir pari og varð í fyrsta sinn meðal efstu 10 á risamóti.  Þetta góða form sem Day var í hélst á FedEx Cup þar sem Day varð tvisvar sinnum meðal 5 efstu í fyrstu 2 mótunum og komst á Tour championship. Hann varð T-17 í East Lake Golf Club og varð í 21. sæti peningalistans í lok árs 2010.

Á Masters 2011 náði Day fuglum á síðustu tveimur holunum og var aðeins 2 höggum á eftir sigurvegaranum Charl Schwartzel. Day varð T-2 ásamt landa sínum Adam Scott og setti met, 12 undir pari samtals skor fyrir nýliða á Masters. Þetta var besta frammistaða Day í risamóti og allan lokahringinn var Day að berjast til sigurs, en lauk keppni í 2. sæti með Scott.

Í júní 2011 tók Jason Day síðan þátt á Opna bandaríska á Congressional, sem var í fyrsta sinn sem hann tók þátt í því móti. Hann lauk keppni 8 höggum á eftir sigurvegaranum Rory McIlroy og í 2. sæti.  Þrátt fyrir að hafa ekki sigrað í mótinu lauk hann 2011 keppnistímabilini í 9. sæti peningalista PGA Tour.

Day var í sigurstöðu á risamóti aftur á The Masters risamótinu 2013, þegar hann var með tvo glæsihringi upp á 70 og 68 og var með 1 höggs forystu á Fred Couples fyrir helgi. Á þriðja hring á laugardeginum deildi Day forystunni allt þar til kom að 16. holunni en þá fékk hann skolla á síðustu tvær holurnar og var 2 höggum á eftir  Brandt Snedeker og Ángel Cabrera fyrir lokahringinn. Á lokahringnum byrjaði Day vel; fékk fugl-örn og  komst í 1 höggs forystu.  Day fékk síðan fugla á 13, 14, og 15. holu og var með 1 höggs forystu þegar eftir var að spila 3 holur. Hann fékk skolla á 16. og 17. holu og rétt missti af fuglinum á 18. sem hefði orðið til þess að hann hefði jafnað við forystumennina. Hann var á 70 höggum og varð 2 höggum á eftir  Adam Scott, sem sigraði og Cabrera, sem varð í 2. sæti.

Day varð síðan í 2. sæti í 3. sinn á risamóti árið 2013 á Opna bandaríska í Merion golfklúbbnum. Hann varð T-2 ásamt   Phil Mickelson, tveimur höggum á eftir  Justin Rose. Day varð jafn í 1. sæti á 10. holu en skollar á 11., 14. og 18. holu komu í veg fyrir að hann ynni fyrsta risamót sitt. Þetta var í 2. sinn á ferli hans sem Day varð í 2. sæti á Opna bandaríska og Day er líka eini kylfingurinn sem var í forystu á seinni 9 í báðum risamótum árið 2013 (the Masters og Opna bandaríska).  Hann var líka með lægsta heildarskorið úr öllum risamótum ársins 2013 ásamt landa sínum Adam Scott þ.e. 2 yfir pari.

Í gær, 23. febrúar 2014 vann Day s.s. fram er komið fyrsta heimsmótið sitt, þ.e. WGC-Accenture Match Play Championship, eftir frábæran úrslitahring í keppni við Victor Dubuisson en leikur þeirra fór á 23. holu.

Jason Day er kvæntur Ellie Harvey frá Lucas, Ohio og þau eiga saman soninn Dash James, sem fæddist 2012.

Heimild: Wikipedia