Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2014 | 10:00

Cheyenne Woods varð T-14 í Mesa

Cheyenne Woods, tók nú um helgina þátt í opnunarmóti Symetra mótaraðarinnar, Visit Mesa Gateway Classic, í Mesa, Arizona, en Symetra mótaröðin  er einskonar 2. deild eða stökkbretti á LPGA mótaröðina.

Cheyenne spilaði þar í boði styrktaraðila, m.a. vegna þess hversu mikla athygli sigur hennar í Ástralíu á Evrópumótaröð kvenna vakti í Bandaríkjunum.

Hún landaði 14. sætinu sem hún deildi með 6 öðrum, en alls voru 119 keppendur í mótinu

Cheyenne spilaði samtals á 3 undir pari, 213 höggum (75 67 71)

Sigurvegari í þessu 1. móti Symetra mótaraðarinnar var Alena Sharp frá Kanada, en hún lék á 12 undir pari, 204 höggum (átti 9 högg á Cheyenne).

Til þess að sjá lokastöðuna í Visit Mesa Gateway Classic SMELLIÐ HÉR: