Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2014 | 12:00

Hörkuvinnan að skila sér hjá Day

Jason Day hefir heyrt og fengið nóg af gagnrýnisröddunum, sem segja að maður með hans hæfileika ætti að hafa sigrað meira en aðeins 1 titil á PGA Tour, jafnvel þótt hann sé enn aðeins 26 ára.

Annar sigur Day hefir verið lengi í burðarliðnum, en nú loks í gær sigraði hann á  WGC-Accenture Match Play Championship.

„Þetta hefir verið hörkuvinna í fríinu,“ sagði Day við fréttamenn eftir að hann vann Dubuisson 1&0 á 23. holu.

„Ég hef verið að vinna mikið í ræktinni og að andlega þætti leiksins og þá borgaði sig þessa vikuna á  WGC-Accenture Match Play Championship.“

„Það er langur tími síðan ég vann síðast. Í millitíðinni hef ég heyrt fjölmiðla stagast á að ég hefði aðeins 1 sigur í beltinu.“

Fyrsti sigur Day kom á Byron Nelson Championship, 2010 og hann hefir verið mjög nálægt því oft að landa 2. sigri sínum.

Frá því Day gerðist atvinnumaður 2006 hefir hann hlotið 6 topp-10 árangra á risamótum þ.á.m. þrívegis orðið í 2. sæti.

Í nóvember s.l. unnu þeir Adam Scott heimsbikarinn með 2 högga mun á næstu menn á Royal Melbourne.

 „Ég hef átt marga stöðuga árangra á stórum mótum og augljóslega sagði ég við sjálfan mig að ég yrði að halda áfram að vinna hart og vinna, vinna , vinna vinna, vinna klárt,“ sagði Day.
„Svo lengi sem ég gefst ekki upp og held áfram að reyna, mun ég sigra aftur og vonandi gerist það oftar.“

„Það tók mig næstum 3 ár. Ég náði 2. sigri mínum loksins. En það er bara hörkuvinnan að skila sér.“

 Jason Day er 2. Ástralinn til þess að sigra heimsbikarinn í holukeppni en Geoff Ogilvy sigraði 2006 og 2009.

Aðspurður hvort hann hefði orðið fyrir vonbrigðum vegna framvindu ferils hans svaraði Day: „Nei, nei, nei. Ferillinn er mjög langur í golfi.“

„Maður sér menn á borð við  Adam Scott og Justin Rose sigra á risamótunum við 30 ára aldurinn. Maður sér 20 ára stráka sigra eins og Rory og Tiger á sínum tíma.“

„Ég hef bara þurft að gera mér grein fyrir og skilja að ég er ekki  Rory (McIlroy). Ég er ekki Tiger (Woods). Ég er ekki Adam Scott. Ég er ekki Justin Rose,“ bætti Day við.

„Ég er Jason Day. Og ég þarf að hafa fyrir hlutunum og þá ganga þeir upp. Ég verð bara að vera þolinmóður.“