Enn ein smekkleysa Elkington
Svo virðist sem Stephen Elkington sé ótrúlega athyglissjúkur eða bara svona treggáfaður, nema hvorutveggja sé.
Kannski að farið sé að síga á ógæfuhliðina hjá honum í golfinu fyrst hann þarf trekk í trekk að vera með móðgandi og meiðandi sagnir um hvað eina þar sem honum ber niður til þess eins að fá athygli.
Fyrir nákvæmlega 10 dögum síðan, þ.e. 16. febrúar 2014, var enn eitt ósmekklega tvítið frá honum í umferð.
Svo var að golffréttakonan Stephanie Wei var með vinkonum sínum í golfi á Norðurvelli LA Country Club.
Stephanie tvítaði mynd af sér með vinkonum sínum þar sem hún sagði: „Girls gone golfing! Too much fun at LACC’s North Course with @gfore @jennaatwood. Amazing (and super tough) track! (Lausleg þýðing: Við stelpurnar í golfi! Það var bara of mikið gaman á Norðurvelli LACC með @gfore og @jennaatwood. Þetta er undraverður (og ótrúlega erfiður) völllur!
Stephen Elkington sá tvítið og myndina sem hér fylgir með og þurfti auðvitað að tjá sig um skemmtigolfhring stelpnanna: „@StephanieWei @gfore @JennaAtwood who’s the short one with no cans ?“ (Lausleg þýðing: „Hver er þessi stutta brjóstalausa? Reyndar er orðið cans tví- ef ekki þríbent – getur þýtt brjóst eða getu, umfram hefðbundnu merkingu orðsins, sem er dós)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024