Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2014 | 09:15

Rose ekki með á Honda Classic

Nr. 6 á heimslistanum, Justin Rose dró sig úr Honda Classic mótinu vegna sinabólgu í hægri öxl.

Umboðsmaður hans, Andrew Kipper, hjá Excel Sporst sagði í yfirlýsingu að dagskrá Rose, sem bókað hafði sig í 4 mót í röð væri of mikið og skrefið væri stigið til að hvíla öxlina.

Þetta eru sömu meiðsl og urðu til þess að Rose dró sig úr mótunum í Abu Dhabi og Torrey Pines. Rose lék síðan í Northern Trust Open þar sem hann náði T-45 árangri og eins var hann með í  WGC-Accenture Match Play Championship, þ.e. heimsmótinu í holukeppni, en datt úr eftir 2. umferð, þá þjáður í öxlinni.

Rose ætlar samt að reyna að tía upp á WGC-Cadillac meistaramótinu í Doral í næstu viku.

Rose sagði að upprunalega hefði hann meitt sig í öxlinni s.l. ágúst þegar hann henti golfbolta 60-70 yarda til kylfusveins síns á The Barclays mótinu.

En jafnvel þó Rose spili ekki eru þó enn 7 af 10 bestu kylfingum heims sem þátt taka í mótinu.  Rose hefir alltaf verið meðal efstu 5 í þeim 3 Honda Classic mótum sem hann hefir tekið þátt í.